Vikan


Vikan - 19.10.1999, Side 44

Vikan - 19.10.1999, Side 44
 Hildy lá á gólfinu og horfði á kristalsdropana sem hengu niður úr ljósakrón- unni. Það klingdi í þeim í hvert sinn sem dyrnar opn- uðust. Hún hafði legið þarna langa lengi og beðið þess að Christian vaknaði. Hún var búin að ákveða að segja honum ekki frá því sem gerst hafði í ferðinni. Julian hafði kysst hana á munninn. Hann kom um miðja nótt inn í herbergið hennar og kyssti hana á munninn. Hann hafði aldrei kysst hana fyrr. Aldrei. Hún hafði orðið dauðhrædd. Svo hafði síminn hringt. Mamma hennar var í símanum og bað Julian um að koma strax heim. Elise hafði feng- ið kast. Hildy hafði skilist að mamma hennar vildi hringja í lækni en Julian hafði bann- að það. Hann vildi ekki að eyjarskeggjar kæmust að því að Elise væri haldin geð- klofa. Hann sagði Francescu að koma Elise í rúmið og gefa henni lyfin og hann lof- aði að koma heim eins fljótt og hann gat. Þau tóku næsta flug og Hildy hafði þakkað Guði fyrir að þurfa ekki að vera lengur ein með pabba sín- um. Hún reisti sig upp á oln- bogana og hlustaði. Eitt- hvað hafði breyst meðan hún var í burtu, eitthvað sem hafði ekkert með veik- indi Elise að gera. Eitthvað sem hafi með mömmu henn- ar að gera. Hún hafði beðið þeirra í dyrunum og faðmað hana svo fast að sér að Hildy fann til. En það und- arlegasta gerðist eftir að Julian var farinn upp til Elise. Mamma hennar hafði horft á hana eins og hún reyndi að lesa hugsanir hennar. Hvað er að mamma? spurði hún. Hildy velti því fyrir sér hvort það gæti verið að mamma hennar vissi hvað Julian hafði gert. Mamma hennar brosti hlýlega til hennar, alveg eins og hún hafði gert í gamla daga. Eg er bara svo fegin að þú ert komin heim, vina mín. Eg líka, sagði Hildy og var að því komin að gráta. Hún flýtti sér að þurrka tárin í burtu. Mamma hennar fölnaði upp. Er eitthvað að? Hefur Julian gert þér eitthvað? Röddin var hræðsluleg. Nei. Hildy hristi höfuðið. Það er ekkert að. Mamma hennar virtist ekki ánægð með svarið. Svo sagði hún, Hildy til mikillar undrunar: Eitt getur þú ver- ið viss um. Þú þarft aldrei að ferðast með honum framar. Samtalinu lauk þegar Juli- an kallaði á þær og Hildy gat ekki spurt mömmu sína hvað hún ætti við. Hildy flýtti sér að setjast upp. Hún heyrði Christian koma niður stigann. Þegar hann var í neðstu tröppunni skaust hún fram og klappaði á öxlina á honum. Komdu í kapp! hrópaði hún og þau flýttu sér í gegnum eldhúsið og út um bakdyrnar. Þau hlupu niður að stönd- inni. Eg skal verða á undan þér, sagði Christian. Þú verður sko langt á eftir mér, sagði Hildy. Þú svindlar, sagði Christi- an og settist niður með fýlu- svip á andlitinu. Hildy settist við hliðina á honum. Láttu ekki svona kjáninn þinn, við vorum al- vegjöfn. Það var eins og Christian áttaði sig allt í einu á því að Hildy væri hjá honum. Hann hafði ekki búist við henni fyrr en daginn eftir. Ég er svo glaður yfir að þú ert komin heim, sagði hann. Ég líka. Af hverju er mamma svona breytt? Flýttu þér að segja mér það áður en hún kallar á okkur. Christian hristi höfuðið. Ég veit það ekki. Fyrst var ég næstum því drukknaður, og svo varð Elise allt í einu voða góð við mig. Hún hélt veislu og las fyrir mig og í gær fór hún með mér á ströndina. Svo rumdi allt í einu í henni eins og bjarn- dýri og hún datt kylliflöt. En skrýtið, sagði Hildy. Já. En af hverju er mamma svona spennt? Hún varð svona eftir að Elise kenndi mér að búa til marsípanblóm á kökurnar. A meðan töluðu mamma og Kaiser saman. Þegar ég svo sýndi henni kökurnar mínar var hún svolítið æst. Hann hugsaði sig um. Kannski Kaiser hafi gefið henni fal- lega gjöf? Eigum við að spyrja hann? Hildy hugsaði sig um. Við skulum spyrja mömmu fyrst, sagði hún svo. Ef hún vill ekkert segja okkur getum við spurt Kaiser. Hann er vinur okkar og segir okkur örugglega sannleikann. Ertu búinn að æfa þig á píanóið? Augu Christians fylltust tárum. Við höfum haft svo mikið að gera, Hildy, og enginn sagði mér að æfa mig. Ég vildi óska þess að Julian hefði ekki komið heim. Okkur leið svo vel meðan hann var í burtu og nú verður lífið leiðinlegt aft- ur. Það þarf ekki að vera, sagði Hildy vongóð. Mömmu líður greinilega miklu betur. Kannski verður allt eins og fyrr. Christian þerraði tárin. Já, henni líður miklu betur. Hún hefur ekkert grátið og hún varð aldrei veik meðan þið voruð í burtu. Francesca kallaði á þau. Áður en þau fóru inn gerðu þau kross í grasið og spýttu á hann. Það var gæfumerkið þeirra. Kannski verður allt gott aftur, sagði Hildy. Það er þegar orðið betra, sagði Christian. Þú ert kom- in heim! Hildy horfði á ljósan koll- inn og kreisti hönd hans. Hún hafði örugglega bara ímyndað sér það sem gerðist í London. í kvöld, þegar hún færi með bænirnar sínar, 44 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.