Vikan


Vikan - 02.11.1999, Page 2

Vikan - 02.11.1999, Page 2
Texti: Margrét V. Helgadóttir c o U) IA b fl c c 3 o L. ra c c 3 o ■H c >> 2 ristín flaug suður til að mæta í mynclatöku fyrir Vikuna og er á fullu að undirbúa sig fyrir stóra fyr- irsætukeppni sem verður haldin í New York á næsta ári. „Keppnin er kölluð MAAl og er fyr- irsætu- og hæfileikakeppni. Þar þufum við t.d. að dansa, leika í auglýsingum og láta mynda okkur í bak og fyr- ir. Við getum líka sungið ef við viljum en ég held að ég sleppi því! Það eru Icelandic mod- els og John Casablanca sem standa á bak við íslensku keppendurna. Við höfum þegar hist til að funda og svo hefst undirbúningur fyrir al- vöru eftir áramót. Þetta verða í kringum fjörutíu þátttakend- ur frá íslandi en við verðum tvær héðan að norðan." Hvernig stóð á því að þú ákvaðst að leggja fyrirsætustörfin fyrir þig? „Ég fylgdist með Ford keppninni árið 1998 og varð alveg heilluð. Ég tók sfðan þátt í keppninni núna í ár og komst í undanúrslit. Ég fór á nám- skeið hjá Eskimó módels sem var haldið hérna fyrir norðan. Fyrirsætu- störfin eiga hug rninn allan um þessar mundir, mér finnst þetta alveg rosalega skcmmti legt. Ég hef verið í auglýsing- um fyrir verslunina Oxford Street og svo- lítið í tískusýningum hérna fyrir norð an. Mér líður vel í Forsíðustúlkan okkar að þessu sinni er ættuð að norðan. nánar tiltekíð frá Akureyri. Hún heitir Kristín Kristjánsdóttir og er sextán ára gömul námsmær í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Fyrirsætustörfin heilla hana niikið þessa dagana og hún þarf að leggja töluvert á sig því flestar myndatökurnar fara fram í Reykjavík þessu, er yfirleitt aldrei feimin í myndatökum og ég verð heldur ekkert stressuð á tískusýningum. Ég væri al- veg tilbúin að fresta náminu rnínu ef mér byðist áhugavert tilboð. Maður getur bara sinnt þessu á nreðan maður er ungur, ég hugsa að ég get alltaf klárað skólann." Finnst þér ekkert erfitt að vera alltaf að hugsa um útlit- ið? „Nei, nei. Auð- vitað þarf ég að hugsa vel um mataræðið og hreyfa mig. Ég er einmitt núna á leið- inni út að hlaupa. Ég reyni að borða ekki sælgæti nema á laugardögum. Mér finnst það bara allt f lagi að hugsa vel um lík- amann." Fylgist þú vel með tískunni og öðrum fyrirsætum? „Já, ég skoða rnikið af tísku- blöðum og horfi á tískusýningar. Ég get eytt löngum tíma í að skoða blöðin og velta tískunni fyrir mér. Mínar uppáhaldsfyrirsætur eru Kate Moss, Cindy Crawford og Ásdís María Franklín sem er reynd- ar héðan að norðan." Það verður gaman að fylgj- ast með Kristínu í fram- tíðinni og við á Vik- unni óskum henni alls hins besta þegar kemur að stóru stundinni í New York.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.