Vikan


Vikan - 02.11.1999, Side 29

Vikan - 02.11.1999, Side 29
borginni. Þetta var dásam- leg helgi sem við áttum tvö í París. Ég kom honum veru- lega á óvart með ferðinni og við nutum lífsins til hins ítrasta. Við lifðum lífi sem var okkur áður óþekkt, gist- um á frábæru hóteli og borðuðum á fínum matsölu- stöðum. Við gerðum allt það sem okkur hafði langaði til í mörg ár. Þetta var vítamín- sprauta fyrir sambandið okkar, það var eins og við værum aftur táningar. Fjárhagurinn í rúst! Þegar heim kom hófst hið daglega líf, að vinna, elda og sofa. Það leið að mánaða- mótum og ég hafði sama háttinn á með launin mín, þau voru þó nokkuð hærri en mánuðinn á undan París- arferðinni. Hún virtist samt hafa ótrúlega mikil áhrif á fjárhaginn. Auðvitað kom óvenju hár kortareikningur en mér fannst það einkenni- legt að þrátt fyrir að tekjur undanfarinna mánaða hefðu verið ríflegar væri þessi ferð þess valdandi að endar næðu ekki saman um mán- aðamótin. Ég efaðist um bókhaldið í fyrsta skipti. Þegar ég spurði manninn minn að þessu fór hann und- an í flæmingi og varð reiður. Ég hélt að viðbrögðin hjá honum væru vegna van- trausts míns í hans garð og ákvað að spyrja ekki meira um þetta. Þetta truflaði mig þó og dag einn þegar ég var ein heima ákvað ég að kanna málið. Þessi stund er mér ógleymanleg þegar hulunni var svipt af mínu auma lífi. Ég vildi helst hverfa ofan í jörðina þegar ég sá á tölvu- skjánum hvað var um að vera. Ég hafði rétt fyrir Eftir öll árin sem áttu að undirbúa framtíðina stóð ég uppi með börnin mín tvö sem enn voru heima og fjárhæð sem rétt hrökk fyrir lítilli þriggja herbergja íbúð. Það sem mér fannst sárast eftir á var þegar þær konur sem ég kallaði vinkonur mínar komu til mín og spurðu hvort ég hefði virki- lega ekki vitað af framhjá- haldi hans og hvernig það mætti vera. Framhjáhaldið hans sem hafði staðið í iang- an tíma og unga stúlkan var ekki fyrsta viðhaldið. Engin svokallaðra vinkvenna minna hafði manndóm í sér til að koma til mín áður en ég komst að því. Þetta hafði því verið á milli tanna fólks í langan tíma. Allan þann tíma sem ég hafði lagt hart að mér til að spara og tryggja þannig fjárhagslegt öryggi fjölskyldunnar var ég í rauninni að strita fyrir glæsilegri íbúð núverandi eiginkonu mannsins míns. ljóslega var verið að leggja síðustu hönd á glæsilega íbúð sem bar þess greinileg merki að sami maður kom að verkinu og í mínu eigin húsi. Ég kannaði næst hver væri eigandi íbúðarinnar og mér til skelfingar var það kvenmaður. Nafn sem ég þekkti, samstarfskona mannsins míns á lögmanns- stofunni. Kona sem hafði heimsótt okkur nokkrum sinnum, ung glæsileg stúlka. Þegar ég hugsa til baka hafði maðurinn minn reynd- ar talað nokkuð oft um hana en þá oftast um það hve illa henni gengi á skrifstofunni. Það þarf ekki að orðlengja um framhaldið. Sársauka- fullur skilnaður varð og allt sem því fylgir. Eftir öll árin sem áttu að undirbúa fram- tíðina stóð ég uppi með börnin mín tvö sem enn voru heima og fjárhæð sem hrökk fyrir lítilli þriggja her- bergja íbúð. Hann með sína kunnáttu kom hlutunum þannig fyrir að erfitt var að nálgast það sem ég taldi hann hafa komið undan og efst í huga mér á þessum tíma var að losa mig frá honum, að komast burt. mér, þessi Parísarferð hefði ekki átt að geta sett allt úr skorðum og reyndar var töluverð fjárhæð eftir um hver mánaðamót þegar búið var að greiða alla reikninga. Þessi fjárhæð var undir öðrum kostnaði, dálkur merkur tilteknu götuheiti og númeri. Ég vissi ekkert um þetta hús og hafði aldrei heyrt um það talað. Það þyrmdi yfir mig. Allir pen- ingar sem umfram voru langt aftur í tímann voru færðir í þennan dálk, upp- hæð sem hefði leyft okkur að lifa svipuðu lífi og vinir okkar gerðu. Ég hrökk upp þegar ég heyrði í lyklinum í útidyrahurðinni og ég slökkti á tölvunni en ákvað að athuga málið betur. Dag- inn eftir fór maðurinn minn til vinnu sinnar. Ég bjó mig líka undir það að fara í vinn- una en hringdi svo og lét vita að ég kæmist ekki vegna veikinda. Ég kveikti aftur á tölvunni til að athuga hvort mér hefði missést en svo var ekki. Ég keyrði síð- an að húsinu sem kom fram í tölvubókhaldinu. Þetta var þríbýlishús og á efstu hæð virtist vera tóm íbúð. Aug- i i mPT7?l Helgadóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni meö okkur? Er eitthvaö sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þínu? Þér er velkomið aö skrifa eöa hringja til okk- ar. Viö gætum fyllstu nafnleyndar. I lciiiiilisltinoiú er: Vikiin - „Lífsreyiisliisaj»a“, Seljavej»ur 2, 101 Keykjavík, Nelfang: vikan@frodi.is

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.