Vikan


Vikan - 02.11.1999, Page 30

Vikan - 02.11.1999, Page 30
Texti: Steingerður Steinarsdóttir I)avid lilakely <>}> Kutli Éllis. 30 Vikiin verða eitthvað, mamma," var hún vön að segja við móður sína þegar hún var lítil. Hún var aðeins fimmtán ára þegar hún fór að vinna hjá Oxo verksmiðjunum í Reading en London heiilaði. Loftárásir þýska hersins stóðu sem hæst og andinn í borginni einkennd- ist mjög af því að hverjum og einum bæri að lifa fyrir líðandi stund því enginn vissi hvar yrði dansað næsta kvöld eða hverjir fengju að stíga dansinn. Ruth fékk vinnu sem aðstoðarmaður ljósmyndara í Streatham Locarno danshúsinu og þar hitti hún franskættaðan Kanada- mann, Clare að nafni, og varð yfir sig ástfangin. Ruth varð ófrísk eftir Clare en hann hafði alveg látið vera að segja henni að hann væri giftur og þriggja barna faðir heima í Kanada. Hann bað Ruth að giftast sér en í stríðslok fór hann aftur heim og hún heyrði aldrei frá honum meira. Hin unga Ruth var illa særð og síðar sagðist hún telja að svikin hefðu haft varanleg áhrif á persónuleika sinn. „Mér fannst ekkert geta sært mig framar og tilfinningalega varð ég köld og tóm. í samskiptum við karlmenn fannst mér ekkert raunverulega snerta mig." Ruth eignaðist son sem hún skildi eftir í umsjón systur sinnar í Wales og hellti sér út í skemmt- analífið í London. Hún sat fyrir nakin og sótti subbulega nætur- klúbba og drykkjukrár í West End. Hún varð fljótlega ófrísk aftur, í þetta sinn eftir vellauð- ugan kaupsýslumann sem lét sig hverfa um leið og hann vissi hvernig komið var fyrir ástkonu sinni. Ruth fór í fóstureyðingu Ruth sjálf hefði sennilega yppt öxlum og látið sér í léttu rúmi liggja það pólitíska moldviðri sem dauða- dómur hennar og aftaka hrintu af stað. Hún var það sem Bret- ar kalla „good-time girl", eða haldin því sem við mundurn kalla skemmtanasýki. Hún ólst upp í mikilli fátækt í smáþorpi í Norður-Wales. Síðar flutti fjöl- skyldan til Reading. Ruth var fjórða í röð- inni af sex systkinum og móðir hennar sagði hana hafa verið metn- aðargjarnari og ákveðnari en hin syst- kinin. „Eg ætla að Konur sem reknar eru áfram af miklum og sterk- um ástríðum eru heiminum venjulega minnistæð- ar. Sumar hvetur ástin til hetjudáða og fórna sem þær færa af miklu hugrekki og aðdáunarverðum andlegum styrk. En hin hliðin á peningnum eru konur sem ástin rekur til óhæfuverka. Þær eru oft á tíðum ekki síður áhugaverðar en hinar og að sumra mati flóknari og sérstæðari persónur. Ruth Ellis má án efa flokka með síðari hópnum. Hún var síðasta konan sem tekin var af lífi fyrir morð í Bretlandi en hún skaut hinn léttúðuga elskhuga sinn David Blakely til bana. Aftaka hennar vakti svo mikinn viðbjóð með bresku þjóðinni að dauðarefsing var afnumin þar skömmu síðar. ástríður og hélt uppteknum hætti líkt og ekkert hefði ískorist. Árið 1950 þegar Ruth var tuttugu og fjögurra ára hitti hún George Ellis, fjörutíu og eins árs fráskilinn tannlækni sem bjó í Surrey. Hann var einn þeirra sem kunni því vel að sleppa fram af sér beislinu í nætur- klúbbunum, þamba kampavín og spjalla við stúlkurnar. Hann varð yfir sig hrifinn af Ruth og elti hana á röndum. Kvöld nokkurt var ráðist á hann fyrir utan Hollywood klúbbinn í Mayfair og hann skorinn í and- litið með rakvélablaði. Ruth hafði fram að því verið fremur köld í hans garð en eftir þetta snerist henni hugur og hún samþykkti að fara út með hon- um. Hugsanlega hefur með- aumkun stjórnað gerðum henn- ar eða þá að hún hafi séð í hon- um eiginmannsefni, líklega hef- ur þó hvort tveggja vegið jafn- þungt. Samband þeirra var stormasamt og þau rifust oft heiftarlega aðallega yfir mikilli drykkju Georges. Þrátt fyrir það giftu þau sig í nóvember á skráningarstofunni í Turnbridge Wells. George hélt beint eftir athöfnina inn á geðsjúkrahús í Warlingham Park þar sem hann fékk meðferð við alkóhólisma. Ekki er hægt að segja að hjónabandið hafi byrjað glæsi- lega og ekki entist það lengi. George fór fljótlega að drekka aftur eftir að hann kom út af sjúkrahúsinu og kona hans var augljóslega mjög afbrýðisöm að eðlisfari því hún sakaði hann stöðugt um framhjáhald. Ruth var skapmikil og gerði lítið til að stilla skapsmuni sína þegar því var að skipta. Hvað eftir annað réðst hún inn á tann- læknastofuna þar sem hann vann í von um að standa hann að verki með einhverjum sjúk- linga sinna og heima gargaði hún gjarnan á hann og kallaði hann ónefnum. Hann svaraði í sama og þarf engan að undra að drykkja hans jókst stöðugt. Að- sókn að tannlæknastofunni minnkaði að sama skapi og að lokum var hann rekinn. Hegðun Ruthar gagnvart eig-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.