Vikan


Vikan - 02.11.1999, Page 41

Vikan - 02.11.1999, Page 41
lykkjum. Brjótiö líninguna tvöfalda yfir á rönguna og saumið laust niö- ur. Leggið miöjuna efst á erminni við axlarsauminn og saumið niður hvoru megin. Klaufin efst á erminni saumast við affeldu lykkjurnar á bolnum. Saumið Smart þvotta- merki í peysuna. Kaðlapeysa Stærðir á flíkinni sjálfri: M (L) XL Yfirvídd: (114) 122 (128) 134 sm. Sidd: (69) 70 (71) 72 sm. Ermalengd mæld undir ermi: u.þ.b. 40 sm allar stærðir Fjöldi af dokkum í peysu: Smart 803/1012: (18) 19 (20) 22 80 sm hringprjónar nr. 3 og 3,5 40 sm ermaprjónn nr. 3 Bakstykkið: Fitjið upp á hringprjón nr. 3 (129) 135 (139) 147 lykkjur. Prjónið fram og til baka 7 sm stroff 1sl. 1br. [ síðustu um- ferðinni (frá réttu) er aukið út (19) 21 (23) 23 lykkjur jafnt yfir prjóninn = (148) 156 (162) 170 lykkjurá prjóninum. Prjónið brugðið til baka á röngunni. Skiptið yfir á prjóna nr. 3,5 og setjið munstur niður þannig: (32) 36 (39) 43 lykkjur munstur A - munstur B (26 lykkjur) - munstur C (32 lykkjur) - munstur B - munstur A (32) 36 (39) 43 lykkjur. Prjónið munstrin áfram. Þegar allt bak- stykkið mælist 46 sm er fellt af fyrir ermum (15) 16 (18) 19 lykkjur hvoru megin = (118) 124 (126) 132 lykkjur eftir. Prjóniö þar til að erma- opið mælist (23) 24 (25) 26 sm. Fellið af fyrir hálsmáli miðjulykkj- urnar (32) 34 (36) 36 og prjónið hvora öxl fyrir sig. Fellið áfram af við hálsmál 2,1 lykkju. ATHUG- IÐ: Fellið jafnframt af á öxl (byrjið ermamegin) (13,13,14)14,14,14 (14,14,14)15,15,15 lykkjur. Prjónið hina öxlina eins. Framstykkið: Fitjið upp og prjónið eins og á bakstykki þar til að ermaopið mælist (16) 17 (18) 19 sm. Fellið af fyrir hálsmáli miðjulykkjurnar (20) 22 (24) 24 og prjónið hvora öxl fyrir sig. Fellið áfram af við hálsmál í annarri hvorri lykkju 2 lykkjur 2 sinnum og 1 lykkju 5 sinnum. Þegar allt fram- stykkið mælist jafnhátt og bak- stykkið er fellt af á öxl eins og á bakstykki. Prjónið hina öxlina eins. Ermar: Fitjið upp (41) 41 (43) 43 lykkjur á prjóna nr. 3 prjónið 5 sm stroff fram og til baka á síðasta prjóninum er aukið út í (64) 68 (70) 72 lykkjur jafnt yfir prjóninn. Prjónið brugðið til baka á röngunni. Skiptið yfir á prjóna nr. 3,5 og prjónið munstur þannig: (14) 16 (17) 18 lykkjur munstur A - 2 lykkjur brugðnar - munstur C - 2 lykkjur brugðnar - (14) 16 (17) 18 lykkjur munstur A. Prjónið munstrin áfram síðasta lykkjan á hringnum er alltaf prjónuð brugðin = merkilykkja og það er aukið út um 1 lykkju sitt hvoru megin við hana í 6. hverri umferð (5) 4 (2) 1 sinni, og á 4. hverjum prjón þar til að (106) 112 (116) 120 lykkjur eru á prjóninum. Prjónið nýju lykkjurnar inn í munst- ur A. Þegar ermin mælist 40 sm er prjónað (7) 7,5 (8) 8,5 sm án þess að auka út. Fellið svo 5 lykkjur af sitt hvoru megin í byrjun hvers prjóns þartilað (16) 22 (26) 30 lykkjur eru eftir á miðri erminni. Fellið allar lykkjurnar af. Frágangur: Saumið saman axlar- og hliðarsauma. Hálsmál: Prjónið upp á lít- inn hringprjón nr. 3 u.þ.b. (100) 104 (108) 108 lykkjur. Prjónið stroff 8 sm og 10 umferðir slétt prjón. Fellið laust af. Saumið ermarnar saman byrjið neðst á stroffinu og saumið 40 sm upp ermina. Leggið miðjuna á erminni við axlarsauminn og saumið niður hvoru megin. Klaufin efst á erminni saumast við affelldu lykkjurnar á bolnum. Saumið Smart þvottamerki í peysuna. Irskar kaðlapeysur eru sígildar og mjög uinsælar af öllum aldurshopum. Vikan 41

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.