Vikan


Vikan - 02.11.1999, Síða 44

Vikan - 02.11.1999, Síða 44
Þegar jarlinn af Wallington kemst að því að eiginkona hans á í ástarsambandi við hertoganum af Strath- vegon hótar hann því að drepa hertogann. Til þess að komast undan hefnd jarlsins stingur móðir hertogans upp á því að hann komi heim til Skotlands þar sem hún ætli að halda dansleik. Hún hefur þegar valið þrjár ungar konur sem henni finnast viðeigandi konuefni fyrir son sinn og segir honum að hann neyðist til þess að velja eina þeirra. Hún býður ungu stúlkun- um þremur á dansleikinn, en markgreifinn af Der- roncorde neitar að senda Söru dóttur sína á dans- leikinn, bæði sökum orð- sporsins sem af jarlinum fer og vegna þess að hann er náinn vinur jarlsins af Wellington. í þess stað sendir hann Yseultu frænku sína sem hann hefur sýnt mikla óvild eftir að faðir hennar smánaði fjöiskylduna. Yseulta kemur á járn- brautarstöðina, klædd svörtum sorgarklæðum, og á von á því að hertog- inn af Strathvegon sendi hana aftur til síns heima. m h HÁLONDUNUM 1895 Hertoginn af Strathvegon andaði léttar. Veislunni var loks að ljúka. Að hans mati höfðu veitingarnar sem boð- ið var upp á ekki sómt sér í veislusalnum. Bæði salurinn og málverkin sem prýddu veggina voru eftir hugmynd- um Georgs VI. Hann var vanur að afþakka boðin í veislur prinsins af Wales eins og oft og hann gat verið þekktur fyrir. Alexandra prinsessa, sem þetta kvöld var glæsileg sem endranær, stóð á fætur og konurnar stefndu með pilsa- þyt að dyrunum. Hertoginn virti greifynjuna af Wall- ington fyrir sér og komst að þeirri niðurstöðu að hún liti ekki vel út. Það lék ekki nokkur vafi á því að hún var fallegasta konan í Lundúna- borg. Demantarnir og safír- arnir í hálsmeni hennar und- irstrikuðu hvíta húðina og bláu augun minntu á stjörn- ur himinsins. Þegar hún gekk framhjá honum sá hann í augum hennar eitt- hvað sem hann áttaði sig ekki á en gerði sér grein fyr- ir því að eitthvað hafði kom- ið fyrir. Hann braul heilann um það hvað það gæti verið og þegar prinsinn af Wales gaf honurn merki um að koma yfir að háborðinu og setjast við hlið sér átti hann erfitt með að einbeita sér að því að hlusta á það sem hans hátign hafði að segja. í rauninni var hann að hugsa um það hversu ástríðufull Hermione Wall- ington hafði verið nóttina áður. Hann hafði hugsað sem svo, þegar hann var á leið heim frá henni í dögun, að hann hefði sjaldan átt í svo góðu ástarsambandi. Nú, þegar prinsinn af Wa- les vék tali sínu að hestum, og karlmennirnir í hópnum blönduðu sér í umræðurnar, gleymdi hertoginn greifynj- unni eitt augnablik. Hann kom meira að segja nreð nokkrar fyndnar athuga- semdir sem komu hans há- tign til þess að hlæja. Þegar þeir loks slógust í hóp með konunum voru nokkrir gest- anna orðnir órólegir og það var auðséð að þeir óskuðu þess að veislunni færi að ljúka. Um leið og prinsinn og prinsessan af Wales höfðu boðið heiðursgesti sínum góða nótt og yfirgefið sam- komuna flýttu margir sér að kveðja. Hermione Wall- ington, sem var ein af hirð- meyjum Alexöndru prinsessu, átti samkvæmt hirðsiðunum að fara strax á eftir hinum konunglegu gestgjöfum. Um leið og hún fór fann hann að hún þrýsti einhverju í lófa hans. Góða nótt, yðar náð, hvíslaði hún formlega. Svo flýtti hún sér út eftir að hafa boðið gest- unum góða nótt. Hertoginn átti ekki auð- velt með að skoða það sem hún hafði rétt honum fyrr en fleiri gestir voru farnir. Hann gekk að einum glugg- anurn eins og til þess að at- huga hvort hætt væri að rigna og laumaðist til þess að kíkja á það sem hann hafði falið í vinstra lófa sín- um. Á örlítinn pappírsmiða var skrifað smáum stöfum: Komdu til mín eins og skot - ég er alveg í öngum mínum! Hertoginn starði á miðann eins og hann tryði ekki sín- unr eigin augum. Svo var sagt djúpri röddu við hlið hans: Hefur þú áhyggjur af því, herra minn, að það rigni svo mikið að hlaupabrautin verði hestunum erfið á morgun? Hertoginn, sem átti hest sem átti að taka þátt í veðreiðunum á Epsom, svaraði: Ég var nú eiginlega að hugsa um, herra forsætisráðherra, hversu ónotalegt það verður að standa úti í rigningunni og fylgjast með veðreiðun- um. Fórsætisráðherrann brosti. Það skil ég vel, en ég hef nú trú á því að veðrið verði betra á morgun. Undir öðrum kringum- stæðum hefði hertoginn not- ið þess að tala við herra Gladstone. Hann hafði sam- úð með forsætisráðherran- um vegna þess að drottning- in gat ekki dulið vanþóknun sína og vantraust á honum. Hún kenndi honum urn dauða Gordons yfirhers- höfðingja í Khartoum snemma árs. Hertoginn lagði sig alltaf í líma að vera vingjarnlegur við þá sem fallið höfðu í ónáð og hann var viss um að dagar Glad- 44 Vikan

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.