Vikan


Vikan - 11.01.2000, Page 6

Vikan - 11.01.2000, Page 6
Eg lifí fyrst og f remst fyrir daginn í dag! lífsglöð, hress og ákveðin Þorbjörg Ingvadóttir er framkuæmdastjóri Krabbameinsfélagsins á Akureyri. Guðjón Berg- mann ræddi við hana um nýjar áherslur í starf- inu, mígreni, nám, störf og andleg mál. Tuær meðgöngur og mígreni „hangandi vfir höfðinu" „Ég útskrifaðist sem gagn- fræðingur árið 1970 og fór sama árið sem skiptinemi til Banda- ríkjanna. Þar var ég í eitt ár. Þegar ég kom til baka var ég alls ekki viss unr hvað ég ætlaði að verða þegar ég „yrði stór". Ég frétti af sjúkraliðanámi við Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri og tók ákvörðun um að skella mér í það. Ég útskrifaðist þaðan árið 1975. Þá hafði ég af- rekað tvær meðgöngur á náms- tímanum sem sýnir að ég geri hlutina stundum mjög hraust- lega. Fyrir mér var það ekkert stórmál. Ég hafði mjög gaman af nám- inu. í gegnum uppeldi mitt og skátahreyfinguna lærði ég ákveðnar manngildishugsjónir sem kenndu mér að bera urn- hyggju fyrir náunganum. Það höfðaði mjög til mín að fara inn á sjúkrahús og vinna með fólki sem var ekki heilt heilsu. Ég vann sem sjúkraliði til ársins 1985. Þá þurfti ég að skipta um starfsvettvang vegna sjúkdóms sem heitir mígreni. Hann hefur verið „hangandi yfir höfðinu á mér" í gegnum tíðina. Ég tímdi ekki að fara út af spítalanum og mér var boðin vinna þar sem læknaritari. Ég varð mér úti um löggildingu og vann sem læknaritari til ársins 1996. Þá var ég orðin sjötíu og fimm prósent öryrki af völdum mígrenis." Ómögulegur sjúklingur „Ég var einn af þessum ómögulegu sjúklingum ef við getum orðað það þannig. Eg tók engri meðferð. Ég var ekki í uppáhaldi hjá læknum. Þeir reyndust mér að vfsú ágætlega, gerðu allt sem þeir gátu, kunnu og vissu. Það dugði bara ekki til. Þetta var rnjög mikil þraut- arganga og mikill lærdómur fyr- ir mig. Að fara í gegnum það að vera sjúklingur eftir vinnu mína inni á sjúkrahúsi kenndi mér ótrúlega margt. Sérstaklega í sambandi við mannlegu hliðina á hjúkruninni. Ég er alveg óhrædd við að segja það í dag að hún var mjög lftil á þessum árum. Ég upplifði sjúkrahúsin meira eins og geymslustaði. Ég var lögð inn og fékk mín verkjalyf, kannski peditín og morfín á þriggja tíma fresti í dá- lítinn tíma. Ég var mjög illa haldin af kvölum, ekki verkjum, ég geri mikinn greinamun þar á. Allt í einu rofnaði síðan víta- hringurinn og ég gekk út af sjúkrahúsinu. Enginn vissi hvað hafði gerst. Þegar út var komið vann ég eins og þjarkur til þess að bæta upp tapaðan tíma, að mér fannst, bæði heima fyrir og annars staðar. Svo fór allt í sama farið aftur. Þetta var ferli sem enginn veit í raun og veru af hverju það hagaði sér svona. Ég hef engar skýringar á því í dag. Einhvern veginn komst ég í gegnum þennan tíma." - Þá hafði eg afrekað tuær meðgöngur á námstímanum sem sýnir að ég geri hlut- ina stundum mjög hraustlega. 6 Vikan Andleg mál í víðum skílningl „Ég þakka það fyrst og fremst því að einhvern tíma upp úr 1980 fór ég að huga að mínum innri manni. Á mig leit- uðu margar spurningar, t.d. af hverju erum við hérna? Til hvers kom ég? Ég fór þá að lesa mikið í sambandi við allt mögu- legt; andleg mál í víðum skiln- ingi. Á þeim árum var ekkert sérlega nrikið til á íslensku en sem betur fer las ég ensku og það hjálpaði mér af stað í leit minni að svörum við þessum spurningum. Ég er að vísu ekki búin að fá endanleg svör en ég er á réttri leið eins og svo margir, margir aðrir. Þrautarganga mín í gegnurn veik- indi var alls ekki það versta sem gat komið fyrir mig. Ég tel að ég hafi lært alveg óhemju mikið, ekki bara um sjálfa mig, heldur líka um heilbrigð- iskerfið, manneskjurnar í kring urn mig og margt annað." Tók óvininn í sátt „Helsta breytingin sem hefui orðið er hugfarsleg. Mígreni var alltaf óvinur minn. Það er ekkert svo langt síðan að ég tók þennan óvin í sátt. í staðinn fyrir að vera að berjast við hann alla daga, alltaf, þá er hann þarna og ég virði hann. Ég reyni að virða þau takmörk sem hann set- ur mér. Þannig kemst ég í gegnum lífið. En sjúkdómurinn er þarna ennþá. Ég var að vísu sett á sér- hæft lyf við

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.