Vikan


Vikan - 11.01.2000, Síða 21

Vikan - 11.01.2000, Síða 21
Ævintýramanneskjan Þér leiðast hvítar og ein- faldar stofur. Þegar þú raðar inn í íbúðina er allt eins víst að gamli legubekkurinn sem þú erfðir frá ömmubróður þínum fari í stofuna og í hann settir þú rándýru silki- púðana sem mamma þín keypti í Kína. í hillum heim- ilisins má finna samsafn ólíkra hluta sem eiga ná- kvæmlega ekkert sameigin- legt nema að vera í þinni eign. Fyrir þig skiptir það mestu máli að eiga lifandi og litríkt heimili. Þar líður þér best. Stíll binii er sígíldur og Iriðsæll Stór og sterkleg húsgögn vekja upp vellíðunartilfinn- ingu hjá þér. Þín helsta ástríða felst í fallega skreyttu umhverfi þar sem allt er í röð og reglu. Þú vilt eiga stór og gróf húsgögn og allt verður að passa saman í stofunni hjá þér. Það hvarfl- ar ekki að þér að láta eikar- borð frá viktoríutímanum og fimmtán ára furustól sjást saman í húsinu þínu. Þú kýst að hafa þykk gólfteppi og mottur á dökkum gólfum. Gluggatjöldin eiga að vera úr þykku og grófu efni. Þú málar allt í hlutlausum litum til þess að húsgögnin njóti sín sem best. Lampar og smáhlutir skipta gífurlega miklu máli og ljósmagnið í perunni getur haft sitt að segja til að þú verði ánægð með heimili þitt. Þú vilt hafa fáa en stóra muni á borðum og í hillum. Þar þarf hver hlutur að gegna sínu hlut- verki. Ef svo er þá ertu ánægð. á að búa til eitthvað fallegt úr nánast engu. Þú getur töfrað fram yndislegt gesta- herbergi úr hræðilegum bíl- skúr og ef þig vantar stað fyrir vettlingana, þá hannar þú einfaldlega grind undir þá og skellir henni upp. Vinir þínir geta alltaf treyst því að þægindin skipti mestu máli á heimili þínu. Stíll dinn er litríkur og dramatískur Á þínu heimili er hvert horn yfirfullt af bókum, geisladiskum og hlutum sem minna á að heimilið er ætlað fólki á öllum aldri. Stofan þín er ekki heilög í þínum huga, síður en svo. Þú ert óttalaus þegar þú velur liti í íbúðina þína. Þú málar ein- faldlega í þeim lit sem þér finnst fallegastur, þér er al- veg sama hvort hann passar við húsgögnin þín.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.