Vikan


Vikan - 11.01.2000, Síða 28

Vikan - 11.01.2000, Síða 28
Ég kom að bróður mínum látnum í rúminu sínu lfið bróðir minn vorum alla tíð mjög náin enda stutt á milli okkar. Við fengum fyrirmyndaruppeldi og átt- um ástríka foreldra. Á rúmu ári gjörbreyttist líf okkar allra begar bróðir minn tók upp nýja lífs- hætti. Þegar hann lést, sextán ára gamall, var hann á kafi í fíkniefna- neyslu. skóla, átti reglusama vini sem stunduðu íþróttir og foreldrar mínir gátu treyst mér fullkomlega. Unglings- árin lögðust verr í Sigga. Hann hafði alltaf verið mjög kærulaus og sinnt náminu illa en var hvers manns hug- ljúfi. Ég man að foreldrar okkar höfðu miklar áhyggj- ur af honum því hann var mjög greindur. Þau gerðu nú samt ekkert í málinu á þess- um tímapunkti. Við systkin- in vorum alla tíð samferða í skólann og áttum góð sam- skipti þar. Ég heyrði utan að mér þegar kennararnir voru að kvarta yfir honum og þeir komu jafnvel til mín og spurðu mig hvort ég gæti ekki gert eitthvað til að hjálpa honum. Ég væri bæði greind og dugleg, ég hlyti að geta gert eitthvað. Ég las honum pistilinn á leiðinni heim en hann hló bara að mér og sagði að hann nennti ekki að læra, eða að kennar- arnir væru leiðinlegir. Síð- asta veturinn minn í grunn- skóla fór ég í hverri viku heim til foreldra minna með þær fréttir að kennararnir væru að kvarta yfir honum. Þá varð smá sprenging, mamma hélt ræðu yfir hon- um að nú þyrfti hann að taka sig á en pabbi hló bara að honum og sagði að þetta kæmi seinna. Það var mér ákveðinn léttir að fara í menntaskóla og losna undan því oki að vera stóra systir bróður míns sem ég elskaði þó af öllu hjarta. Ég saknaði félagsskapar hans en loksins gat ég fengið að njóta mín á eigin vegum. Litli bróðir blindfullur Eitt kvöldið þegar ég var að koma heim úr bíó sá ég Sigga liggja úti í garði. Ég hljóp til hans og sá þá að hann var útúrdrukkinn. Ég kom honum upp í rúm og reyndi að hlúa vel að hon- um. Mamma var að vinna en pabbi var sofandi inni í herbergi. Ég svaf ekkert þessa nótt og ég hugsaði stöðugt um annarlegt ástand hans. Hvernig stóð á því að bróðir minn var farinn að drekka? Ég hélt að allir vin- ir hans væru góðir strákar frá reglusömum heimilum. Bróðir minn vaknaði úr áfengisvímunni um tíuleytið og fékk þá fyrirlestur frá stóru systur. Ég krafði hann skýringa á ferðum hans en hann hló eins og venjulega og fannst þetta ekki vera neitt til að hafa áhyggjur af. Allir strákarnir dyttu reglu- lega í það og hann gerði það sama og þeir. Ég tók af hon- um loforð að hætta þessu fikti gegn því að ég segði foreldrum okkar ekki frá at- burðum næturinnar. Vetur- inn leið og ég varð ekki vör við að hann væri að fikta neitt meira við drykkjuna. Ég var aftur komin í barn- fóstruhlutverkið gagnvart honum. Ég reyndi að draga hann með mér hvert sem ég fór um helgar. Vinkonur mínar voru farnar að kvarta yfir því hversu oft hann kom með, en ég gat alltaf gefið greinargóða skýringu á ferð- um hans. Bróðir minn var alsæll að vera umkringdur eldri stelpum og naut þess til hins ýtrasta að fá að leika trúð. Foreldrar okkar höfðu engar áhyggjur af fyrir- myndarunglingunum sínum og töluðu oft um hversu heppin þau væru að eiga svona góð börn. Sumarið áður en bróðir minn byrjaði í tíunda bekk fór að halla undan fæti hjá honum. Hann var kominn í slagtog við stráka sem mér fannst ekki vera heppilegur félags- skapur. Ég ræddi þetta við mömmu en hún sá ekkert athugavert við þessa stráka. Um haustið var ég komin með bílpróf og naut þess að aka um götur borgarinnar eins og aðrir unglingar. Eitt laugardagskvöld er ég ók niður Laugaveginn sá ég bróðir minn útúrdrukkinn og liggjandi í hrúgu á gang- stéttinni. Vinkona mín var með mér og við drösluðum honum inn í bílinn og ókum beint heim. Foreldrar okkar voru heima þetta kvöld og að sjálfsögðu brá þeim held- ur en ekki í brún þegar þau sáu einkasoninn. Mamma fékk vægt taugaáfall og pabbi Eg er elsta barnið í systkinahópnum en Siggi, bróðir minn, var einung- is rúmum tveimur árum yngri en ég. Frá því ég man fyrst eftir mér vorum við alltaf mjög náin. Þegar ég var sex ára eignuðumst við systur sem við vorum að sjálfsögðu mjög stolt af. Við ólumst upp í dæmigerðri kjarnafjölskyldu, foreldrar okkar voru hamingjusam- lega gift og unnu bæði úti. Faðir minn er smiður en mamma hjúkrunarfræðing- ur. Ég var ekki gömul þegar ég fékk það hlutskipti að hugsa um yngri systkini mín. Ég fann til kvöldmat handa þeim ef mamma og pabbi voru að vinna og ég kom þeim í rúmið ef þess þurfti. Fjölskyldulífið gekk sinn vanagang og áður en for- eldrar okkur vissu af vorum við orðin unglingar með öll- um þeim vandamálum sem þeim fylgja. Ég var drauma- unglingurinn; ég var dugleg í 28 Vikan Nýjar húsreglur tóku gildí og allir fiölskyldumeðlímir uoru uirkjaðir til að taka bátt í breyttum lífsstíl. Ég held að hugs- un foreldra minna hafí uerið sú að láta Sigga uera suo upp- tekinn að hann gleymdí djamminu og gömlu félögunum. Þuí miður uarði hað stutt.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.