Vikan


Vikan - 11.01.2000, Page 31

Vikan - 11.01.2000, Page 31
sinni? Þessi merki geta sýnt á sama hátt að hann er ófeiminn, sáttur við líkama sinn og^PPsámur og næmur sem getur glatt öll fimm skilningarvitin sé rétt á mál- um haldið. Ef þú og sá sem þú hefur augastað á eruð stödd á veitingahúsi taktu þá eftir hvernig hann borð- ar. Sé hann óhræddur við að prófa eitthvað nýtt, panta framandi rétti eða smakka á pestósósunum á borðinu getur þú verið viss um að hann er einn af þeim sem nýtur þess að fikra sig áfram þar til hann finnur eitthvað sem honum líkar og er ekki hræddur þótt honum kunni að mistakast nokkrum sinn- um áður en það tekst. Borði hann hægt og njóti hvers munnbita þá ertu gulltryggð, einmitt þannig mun hann njóta þín þegar þar að kem- ur. Ef þú átt ekki kost á að horfa á vininn borða taktu þá eftir því hvernig hann drekkur. Taki hann litla sopa og lyfti glasinu rólega að vörunum er hann áhuga- verður. Sé hann að drekka bjór úr flösku og leggi stút- inn varlega að vörunum get- ur þú verið viss um að hann er nærgætin. Stingi hann stútnum hálfum upp í sig og svolgri vökvann áfergjulega er ráðlegt að láta hann alveg vera. „Ég heillaðist af manninum mínum í partíi vegna heimsmeistarakeppn- innar í fótbolta," segir 25 ára kona. „Vinkona mín er gift vini hans og þeir voru allir saman komnir að drekka bjór og horfa á bolt- ann. Ég tók strax eftir því hvernig hann drakk. Hann lét stútinn hvfla við varirnar ; tc |ð| þér og lítur svo undan „Hvernig karlmaður fer að því að mæta augliti þínu segir allt sem segja þarf um hversu sáttur hann er við sjálfan sig sem kynveru,” segir Donald Etkes. „Ef maðurinn horfist í augu við þig í u.þ.b. 5 sekúndur og lít- ur svo undan og lítur síðan aftur snöggt í augu þín hefur hann nægilegt sjálfstraust til að láta það eftir sér að vera tilfinninganæmur og hlýr. Sú staðreynd að hann horfir beint í augu þín sýnir að hann er ekki hræddur við náin kynni og tilfinningar. Það að hann lítur undan eft- ir stuttu stund en getur síð- an ekki stillt sig um að horfa aftur sýnir að hann er nægi- lega skilningsríkur til að átta sig á að þér gæti þótt óþægi- legt að stara í augu hans lengi." Það er sem sagt augnsam- band, litið undan, horfst í augu aftur sem er galdurinn. Kona nokkur hitti mann í áramótaveislu fyrir nokk- rum árum og eftir litla stund varð hún vör við að maður nokkur leit snöggt til hennar af og til en var alltaf fljótur að líta undan aftur. Hún fór að fylgjast nánar með hon- um og þá fór hann að brosa til hennar yfir glasbrúnina. Hann var ævinlega fljótur að líta undan aftur en þessi hegðun varð til þess að vekja forvitni hennar. Hún gekk á endanum til hans og hóf að spjalla við hann. Þau fóru úr veislunni saman og eyddu saman nýársdeginum í rúminu heima hjá henni. egir að þetta feimnis- léfiaogjafnframt ofurlítið slega augnaráð hafi faðgóðu um manninn og ann íefði staðið fyllilega væntingum. Er hann með langan baugfingur? Gleymdu öllum sögusögn- um um að nefið segi til um stærð ákveðinna líkamshluta karlmannsins það er í raun og veru lengd baugfingurs- karlmaðurinn muni ekki valda vonbrigðum er hvern- ig hann snýr höndunum. Ef lófarnir snúa út oftar en ekki er hann opinskár og gefandi persónuleiki en hafi hann tilhneigingu til að vísa handarbökunum að heimin- um er ólíklegt að hann muni sýna þér annað en kulda. Ef horft er vandlega eftir öllum þessum merkjum ætti ekki að vera hætta á að verða fyr- ir sárum vonbrigðum með elskhugann. Draumaprins Ef hann er afslappaður og rólegur í franikoniu geturðu verið nokkuö viss um að hann er eins í rúininu. ins í hlutfalli við hina sem segir til um hversu ástríðu- fullur hann er. Nýleg rann- sókn á vegum háskólans í Liverpool á Englandi leiddi í ljós að ef baugfingur er lengri en vísifingur er testo- sterón magnið í líkama karl- mannsins hærra en í meðal- lagi. Testosterón magnið ræður kynhvöt karlmannsins og þeir eru frískari eftir því sem það er hærra. Enn annað merki um að flestra kvenna er blíður, nærgætinn og hlýr maður sem ekki er hræddur við ást- ina. Sumir bókstaflega sýna með öllu sínu fasi og fram- komu að einmitt þannig eru þeir skapi farnir en aðra er erfiðara að ráða í. En ef kona gefur sér tíma til að horfa um stund og fylgjast vel með líkamstjáningunni ætti það að skila henni lausn gátunnar. Vikan 31

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.