Vikan


Vikan - 11.01.2000, Side 49

Vikan - 11.01.2000, Side 49
Átröskun kynjanna Það gerist sífellt algengara að karlar þjáist af offituvandamálum og lystarstoli. Marla Sanzone er doktor í klínískri sálfræði í Mary- land í Bandaríkjunum sem sérhæfir sig I þess- um efnum. Hún segir að rannsókn sem var framkvæmd árið 1991 hafi leitt í Ijós að karl- menn voru aðeins 5% þeirra sem þjáðust af átröskunarvandamálum en síðan þá hefurtal- an hækkað upp 110%. Það er því augljóst að karlmenn eiga í auknum mæli I baráttu við offitu og í ágústhefti tímaritsins Psychology Today var Marla Sanzone innt eftir helstu or- sökum þessa: Hvers vegna færistþað í aukana að karl- menn eigi við átröskun að stríða? „Sennilega er helstu orsökina að finna í breyttum félagslegum gildum síðasta áratug- inn eða svo. Karlmenn eru farnir að vera undir svipaðri pressu og konur hvað varðar hinn full- komna líkama og auglýsingaheimurinn, ásamt kvikmyndum og sjónvarpi, gera sömu kröfur til þeirra." / hverju er munurinn á átröskunarvandamál- um kynjanna falinn? „Konum hættir til að þróa með sér átröskun þegar þær eru á þeim aldri að hefja háskóla- nám á meðan karlar eru viðkvæmari gagnvart þessu í gagnfræðaskóla. Þeir eru yfirleitt yngri þegar vandamálið fer að láta kræla á sér. Al- gengasta orsökin hjá báðum kynjum virðist vera kvíði og þunglyndi sem síðan leiðir til átröskunar en talið er að lágt sjálfsmat hjá stúlkum sé ennfremur þáttur sem getur haft mikil áhrif á hvort þær þróa með sér átröskun- artruflanir en það kemur mun sjaldnar fyrir hjá drengjunum. Karlar eru líklegri til að þjást af búlimíu en lystarstoli, rétt eins og konur, en þeim hættir miklu frekar en konum til þess að stunda þrá- hyggjukennda og öfgafulla líkamsþjálfun. Margir karlar þjást einnig af truflun sem er eins konar ranghverfa lystarstols en þessi truflun byggist á því að þeir upplifa sjálfa sig sem veimiltítur þegar þeir eru í raun stórir og vöðvamiklir. Þetta fyrirbæri er nefnt „bigarex- ia". Ungir menn sem þjást af átröskunarvanda- málum upplifa mjög oft mikla blygðunartilfinn- ingu og vanmátt þar sem þjóðfélagið hefur til þessa einblínt á átröskun sem kvennafyrirbæri. Auk þess virðast konur eiga mun auðveldara með að tjá sig um þessi alvarlegu heilsufars- mál." Fá kynin mismunandi meðferð? „Nei, í rauninni ekki. Bæði kynin fá meðferð sem byggist á að kenna þeim næringarfræði og áherslan er lögð á að „kenna þeim" að borða rétt. En karlar sem eru lagðir inn á sjúkrahús vegna átröskunar eiga mjög erfitt til- finningalega því flestar deildir sem sinna þess- um sjúkdómum eru yfirfullar af kvenfólki."

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.