Vikan


Vikan - 18.07.2000, Qupperneq 2

Vikan - 18.07.2000, Qupperneq 2
Illlættá sviðið með fullri reísn 'CD *- J_ cc cn cz c «0 3 Margrét Eir kom aftur heim til íslands í febrúar 1999 gagn- gert til að leika og syngja í söngleiknum Rent sem Þjóð- leikhúsið var að setja upp. Dvölin er orðin mun lengri en áætlanir gerðu upphaflega ráð fyrir. Hún hefur séð um starfsemi leiklistarklúbba í félagsmiðstöðvum, kennt söng, syng- ur með Selmu, lék í Latabæ á tímabili, syngur í nýjustu Tal auglýs- ingunni og svo mætti lengi telja. Nýjasta verkefnið hennar er þátttaka í söngleiknum Með fullri reisn sem verður frumsýndur íTjarnarbíó 21. júlí næstkomandi. Sýningin samanstendur af ungu fólki, sem fæst hefur menntun á leikhússviðinu en mörg hver hafa töluverða reynslu í gegnurn áhugamannaleikhópa. „Mér finnst frábært að fá tækifæri til að vinna með svona ungu og kraftmiklu fólki. Þessir krakkar leggja sig gífurlega mikið fram og eru svo frábærir. Það er algjör vítamínssprauta að fá að starfa með þeim. Hópurinn féll vel saman og það er einstaklega góður mórall í hon- um.“ Tindrandi augu Margrétar segja allt sem segja þarf. „Ég greip þetta tækifæri því mér finnst allar sýningar vera ákveðin reynsla. Mað- ur á alltaf að vera í endurmenntun og víkka sjóndeildarhringinn. Ég reyni alltaf að njóta þess sem ég hef í höndunum og gera það besta úr því.“ Margrét Eir er einna þekktust fyrir kraftmikla rödd en færri vita að hún er menntuð leikkona. „Eftir þáttökuna í Hárinu var ég ákveð- in í að fara út og læra leiklist. Boston varð fyrir valinu og ég útskrif- aðist frá Emerson Collage. Eftir að ég kom út tapaði ég mér í leik- list. Kennararnir mínir vissu ekki að ég gæti sungið fyrr en ég var kom- in á þriðja ár. Að útskrift lokinni reyndi ég fyrir mér í New York, og var einungis búin að vera þar í sex mánuði þegar ég fékk hringingu frá Þjóðleikhúsinu. Ég var varla búin að taka upp úr töskunum og var svona dæmigerð leikkona í New York vann fyrir mér sem þjón- ustustúlka og fór í áheyrnarprufur. Leikaralífið þar er gjörólíkt því sem við þekkjum hérlendis. Samkeppnin er gríðarlega hörð og leik- ararnir þurfa að sanna sig svo um munar. Sem dæmi þá þurfa þeir sem mæta of seint á æfingar að greiða sekt. Ég ætla samt aftur til New York að reyna fyrir mér. Þetta er bara spurning um hvenær ég læt verða af því að kaupa farseðilinn." „Ólélt" á suíðínu Leikarar og söngvarar sem tóku þátt í sýningunni Hárið, sem var gífurlega vinsæl sýning sumarið 1995 hafa verið nokkuð áberandi í íslensku leiklistar- og tónlistarlífi ailar götur síðan. Hvernig minn- ingar átt þú um Hárið? „Þetta var frábær tími, engu öðru líkur. Hópurinn náði vel saman og við skemmtum okkur öll svo vel. Það er rosalega gaman að hafa tekið þátt í þeirri sýningu. Ég á ómetanlegar minningar frá þessu sumri.“ Það er kannski ekkert skrýtið að Margrét Eir hafi ákveðið að nema leiklist í Bandaríkjunum. Upphaflega fékk hún leiklistarbakteríuna á meðan hún dvaldi sem skiptinemi í Vermont og uppgötvaði stór- kostlegan hlut. Röddina í sjálfri sér. „Ég hafði alltaf verið í kór og haft gaman af söng en ég spáði aldrei í að röddin mín væri eitthvað sér- stök eða hvað ég gæti gert við hana. A meðan ég var skiptinemi tók ég virkan þátt í leiklistarstarfsemi skólans og svo kom að því að það átti að setja upp söngleikinn Jesus Christ Superstar. Ég ákvað að slá til og fara í áheyrnarprófið og allt í einu uppgötvaði ég röddina í mér. Ég fékk aðalhlutverkið, hluverk Maríu Magdalenu." Leiklist snýst urn ný hlutverk og í því nýjasta, í sýningunni Með fullri reisn, þarf Margrét að kljást við nýja hluti. Hún leikur barnshafandi konu sem er langt gengin með og því þarf hún að gæta sín í öljum hreyf- ingum. „Þar sem ég er barnlaus hef ég leitað ráða hjá vinkonum mínum hvernig ég eigi að standa upp úr stólum og annað slíkt. Ég held að ég sé að ná þessurn hreyfingum en þetta er alveg nýr heimur fyrir mér. Finnst þér ég virka eðlileg þegar ég sest svona?“ segir þessi hlátur- milda og hressa leikkona um leið og hún æfir sig í að setjast með stóran púða framan á sér. Aðdáendur Margrétar geta hlakkað til að sjá hana á sviði í Tjarnarbíói í sumar og það er ekki síður spennandi að fá tækifæri til að hlusta á hana. 2 Vikan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.