Vikan


Vikan - 18.07.2000, Side 14

Vikan - 18.07.2000, Side 14
Texti: Guðríður Haraldsdóttir Lærðu að lesa á milli Engu að revsta i Sú saga gekk manna á milli að ungur maður hefði haft meira en nóg að gera eftir að hann fór að hringja í stefnumótalínur. Nágrannar hans fullyrtu að hað kæmu minnst fjórar konur á dag í heímsókn til hans, aldrei só sama, og eingöngu í heim tilgangi að njóta ásta með hon- um. Ekki var laust við að öfund- ar gætti í garð mannsins. Er hann grannur eða kannski horaður, vannærður aumingi með innfallna bringuP Kona utan af landi hringdi eitt sinn í svokallaða stefnu- mótalínu og lenti fljótlega í samræðum við geðugan mann sem vildi þó ekki segja hver hann væri né hve gamall hann væri. Þeim kom vel saman og í lok símtalsins voru þau búin að ákveða stefnumót á Grillinu á Hótel Sögu. Maðurinn vildi bjóða henni út að borða og lofaði að vera með rauða rós í hnappagatinu svo hún gæti þekkt hann. Konukindin tók sér á leigu herbergi á Hótel Sögu og mætti svo stundvíslega á Grillið. Eini maðurinn með rós í hnappagatinu var mað- ur um sjötugt sem hún kannaðist við af myndum í fjölmiðl- um. Hún hikaði um stund, fannst ótrúlegt að þessi maður væri að leita að konu á stefnumót, en ákvað svo að láta slag standa og spyrja hann hvort hann væri sá sem hún átti stefnu- mót við. Hún gekk til hans og, jú, þetta var sá sem talaði við hana í símann. Þau borðuðu góðan mat og spjölluðu urn allt á milli himins og jarðar. Hann stjórnaði samræðun- um að mestu enda veraldarvanur rnaður. Hann sýndi henni mikla kurteisi og virðingu og hún naut þess að borða með honum. Hún fann ekki fyrir 40 ára aldursmuninum sem var á þeim. Eftir matinn stakk maðurinn upp á því að þau færu á bar. Konan var ekki vel kunnug næturlífinu í Reykjavík og bað hann að velja staðinn. Hann spurði hana hvernig henni litist á að koma bara heim með honum og fá sér í glas þar. Henni leist ágætlega á það og þau tóku leigubíl heim til hans. Hún hreifst mjög af heimili hans sem hann sýndi henni hreykinn. Konan drakk eitt glas með manninum en kvaddi fljótlega eftir það. Hún var afar ánægð með stefnu- mótið en hún hitti þennan mann ekki framar þótt hann ýj- aði að því að hann langaði til að hitta hana aftur. Þótt vel hafi tekist til þorði konan ekki að hringja aftur í stefnumóta- línu. 14 Vikan argir hafa gert afar góð kaup í gegnum smá- auglýsingar. Þá er verið að tala um sófasett, sjónvörp, bókahillur eða ann- an húsbúnað. Svo eru það hinar skemmtilegu einka- málaauglýsingar sem allir lesa. Núorðið vísa flestar þeirra á „heit“ símanúmer þar sem stúlkur bíða í röðum á símalínunni eftir að geta lát- ið drauma karlmanna rætast. Ein og ein góð einkamálaaug- lýsing sést þó alltaf af og til og þá er hægt að velta vöngum yfir hvaða saga búi að baki henni. Stuttu eftir bankarán- ið í Iðnaðarbankanum, snemma á níunda áratugnum, ákváðu nokkrar samstarfs- konur að gera grín að öllu fár- inu og reyndu að koma inn svohljóðandi auglýsingu í DV: Líng og falleg stiílka (ein- stœð móðir) óskar eftir að kynnastmanni sem nýlega hef- ur komist yfir mikla peninga. Utstœð herðablöð ogfjaðrandi göngulag engin fyrirstaða. Upplýsingar... Þessi auglýsing fékkst ekki birt, stúlkunum til mikilla leiðinda, en útlitslýsingin í auglýsingunni er samhljóða þeirri sem sjónarvottar gáfu lögreglu af bankaræningja- num... sem hefur aldrei náðst. Vísir að fyrstu væncjisaug- lýsingu kom um svipað leyti og var hún á þessa leið: Viltu slaka á í umsjá góðr- ar konu? Sendu þá inn nafn og símanúmer o.s.frv.. Þessi auglýsing átti upphaflega að vera: Viltu slaka á í örmum góðrar konu? ... en fékkst eðlilega ekki birt þannig. I dag morar allt af tvíræð- um auglýsingum í blöðum og tímaritum. Nú þurfa karl- menn aðeins að lyfta símtól- inu til að komast í kynni við konur, það getur kostað þá skildinginn en konur geta yf- irleitt hringt í þessi númer sér að kostnaðarlausu. Fólk get- ur ýmist skilið eftir skilaboð um mannkosti sína og fengið svar innan tíðar frá öðrum að- ila sem hefur áhuga eða kom- ist í beint talsamband. Til- koma Internetsins hefur reyndar breytt samskipta- mynstri fólks mikið. Spjall- rásirnar hafa komið á nokkrum samböndum sem hafa endað með hjónabandi. Sonur greinarhöfundar lék oft þann leik á spjallrásunum, ásamt vini sínum, að þykjast vera ung stúlka í leit að karl- manni. Svo heyrðust hlátra- sköll í vinunum þegar einhver vesalings karlmaður vildi kynnast „stúlkunni“ nánar. í sumurn tilfellum fengu pilt- arnir afar dónaleg tilboð frá karlmönnum.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.