Vikan


Vikan - 18.07.2000, Page 30

Vikan - 18.07.2000, Page 30
Texti: Guðríður Haraldsdóttir Brosið breytir öllu! Suma daga hafa allir allt á hornum sér. Ýmsar ástæður geta legið að baki, eins og gengur og gerist. Leiðinlegur yfirmaður, of heitt úti eða of kalt, makinn bú- inn að vera erfiður og allt í þeim dúr. Pú ferð inn á veitingastað til að kaupa þér hádegisverð og af- greiðslustúlkan er svo yfirmáta yndisleg, brosmild og almennileg að skyndilega er lund þín orðin léttari og lífið hreint ekki eins erfitt og það var fyrir nokkrum mínútum. Pessi sama afgreiðslu- stúlka sýnir öllum viðskiptavin- um sínum sömu ljúfmennskuna og andinn á veitingastaðnum er léttur og ljúfur. Svona yndisleg- heit eru smitandi og hafa ótrú- lega mikil áhrif. Hress og skemmtilegur strætóbílstjóri, sem býður farþegunum hressi- lega góðan dag getur haft þau áhrif að allur dagurinn verður betri hjá þeim. Farþegarnir geta skilað góða skapinu áfram inn á vinnustaði sína og heimili og þannig er þetta keðjuverkandi. Sumt fólk býr yfir þeim töfra- mætti að það getur mýkt hörð- ustu hjörtu og ber ljúfmennsku- veiruna með sér hvert sem það fer og smitar samborgara sína af henni. A undanförnum árum hefur lífið orðið sífellt flóknara og of- beldi færst í aukana. Mannasið- um hefur hrakað, almennt örygg- isleysi fer vaxandi og illar hvatir leita útrásar af þvílíku offorsi að líkja má við holskeflu. Skyndileg hvöt til athafna er afleiðing geðhrifa og öll fljót- færni sprettur af geðhrifum sem eru svo sterk að þau geta ekki fengið útrás í neinu nema athöfn. Suma skortir sjálfsstjórn, hafa lít- ið siðferðisþrek og eru sífellt að hlaupa á sig. Aðrir hafa djúpan skilning á líðan meðbræðra sinna og hafa hæfni til að lifa sig inn í tilfinningar annarra. Talið er að. í nútímasamfélagi okkar sé þörfin mest fyrir að fólk hafi taumhald á sjálfu sér og sam- úð með öðrum. Að fá útrás fyrir reiðina Laust eftir miðja tuttugustu öldina hófu sálfræðingar tilraun- ir með geðhreinsun sem felst í því að veita reiði útrás. Heilu nám- skeiðin (ekki alltaf í umsjá fag- manna) hafa gengið út á að fólk fái útrás með ýmsu móti. Það get- ur grátið, barið púða, sem eiga þá að vera foreldrarnir hræðilegu!, og rifjað upp slæmar æskuminn- ingar með tilheyrandi gráti og öskrum. Pó er ýmislegt sem mæl- ir gegn geðhreinsun. Bræðiköst verða oftast nær til þess að örva heilastarfsemina sem veldur því að reiðin gengur nær fólki en ella. Mun skynsamlegra er að mæta fólki augliti til auglitis og gera upp sakirnar á yfirvegaðan hátt eftir að sá reiði hefur náð áttum. Tíbetskur kennimaður sagði eitt sinn þegar hann var spurður að því hvernig ætti að taka á reið- inni: „Ekki bæla hana, en ekki láta hana stjórna gerðum þínum heldur,“ var svarið. Sorg og þung- ■yndi Þunglynt fólk grípur oft til niður- drepandi hugsana í því skyni að beina huganum frá því erf- iða sem er í gangi þá stundina. Grátur getur stundum bundið enda á dap- urleika en hann get- ur líka valdið því að örvæntingin eykst. Að ímynda sér að það sé alltaf gott að gráta út er villandi ef gráturinn verður til þess að að magna upp erfiðar hugsanir. Það dregur sorgina á langinn fremur en að lækna hana. Öll af- þreying er talin betri en að sitja og gráta. Má þar nefna að ef horft er á góða kvikmynd dreifir það huganum og fær fólk til að hugsa um eitthvað annað en sorg sína á meðan. Áhrifaríkasta afþrey- ingin er sú sem breytir hugará- standinu. Auðvitað er hægt að finna sér afþreyingu sem viðheld- ur þunglyndi eða sorg. Má þar nefna þegar horft er á sorglegar bíómyndir þar sem hægt er að samsama eigin aðstæður sorg- legu lífi þeirra sem eru á hvíta tjaldinu eða í sjónvarpinu. Líkamsrækt er góð til að aflétta vægu þunglyndi og helst fyrir þá sem ekki eru vanir að hreyfa sig mikið. Þá fylgir reynd- ar sú hætta að drunginn getur aukist þá daga sem líkamsrækt er sleppt. Leiðir til siálfshiálpar Ef náið samband fer út um þúfur er eðlilegt að gráta og fyll- ast sjálfsvorkunn. Hugsanir á borð við þær að nú muni ein- semdin ráða ríkjum í tilveru manns héðan f frá geta komið upp en þær gera sorgina enn þungbærari. Þá er talið gott að líta um öxl og hugsa um þá hluti sem ekki voru góðir í samband- inu og reyna að skoða missinn með öðrum augum. Oft er gott að tala við sálfræðing um málið því hann getur fengið fólk til að líta á málið frá nýju sjónarhorni og þá er leiðin til bata hröð. Margir finna sér huggunarleið- ír sjálfir og er dæmigerð huggun fólgin í því að fara í heitt bað, borða góðan mat, hlusta á tón- list og láta eitthvað skemmtilegt eftir sér. Konur leita fremur huggunar í mat en karlar sem eru líklegri til að leita huggunar í víni eða vímuefnum. Þetta hefur komið fram í niðurstöðum fjölda rannsókna sem gerðar hafa ver- ið á mannlegu eðli. Ókosturinn við að leita í ofát eða áfengis- neyslu er sá að áhrifin verða oft þveröfug við það sem ætlað var. Konurnar fá samviskubit yfir of- átinu og karlarnir lenda í því að áfengið hefur sljóvgandi áhrif á miðtaugakerfið og sjálft þung- lyndið eykst við það. Áhrifaríkasta sjálfslækningin til að létta lundina er talin vera sú að fólk setji sér markmið sem auðvelt er að ná. Þau þurfa ekki að vera stórkostlegri en það að Gott skap glæðir hæfi- icika til sveigjanlegr- / ar og tlókinn- . ar hugsunar | og hjálpar fólki við að f leysa vanda- I mál, hæði vitsniunalega S og í tengshuii I við niannlcg I saniskipti. !t ákveða að ljúka ákveðnu verki fyrir ákveðinn tíma. Til dæmis drífa af húsverk eða sinna ýmsu sem hefur verið vanrækt lengi. Einnig getur það verið mikil upp- lyfting að hressa upp á útlitið og þá er ekki endilega verið að tala um dýrar aðgerðir í því skyni. Stundum nægir bara að klæða sig í fínustu fötin sín og mála sig. Hinir brosmildu og von- góðu ná betri árangri Hófleg uppsveifla í skapi er kjörstaða þeirra sem sinna skap- andi störfum. Gott skap glæðir hæfileika til sveigjanlegrar og flókinnar hugsunar og hjálpar fólki við að leysa vandamál, bæði vitsmunalega og í tengslum við mannleg samskipti. Niðurstöður rannsóknar nokkurrar sýndu að þegar búið var að sýna hópi fólks grínþátt í sjónvarpi var jrað miklu betur í stakk búið til að leysa þraut sem sálfræðingar höfðu lengi notað til að sannreyna frumlega hugsun. Slæmt skap hefur vond áhrif á minni fólks og heftir vitsmuni þess. Erfiðara verður að taka ákvarðanir og óþarfa varkárni setur mark sitt á öll verk. Þeir sem eru vongóðir ná í langflestum tilfellum betri ár- angri en hinir vondaufu og þá er verið að tala um fólk sem hefur svipaða greind og hæfileika. Þeir vongóðu sýna oft meiri djörfung og þor til að takast á við erfið verkefni og setja yfirleitt mark- ið hærra en hinir. Vonin veitir ekki bara smáhuggun í raunum lífsins heldur gegnir hún ótrúlega mikilvægu hlutverki. Þeir von- góðu sjá tilgang í viðfangsefnum sínum og telja sig nægilega frum- lega til að finna ráð við vanda- málum, leita nýrra leiða að mark- miðum sínum og setja sér nýtt markmið ef ómögulegt er að ná einhverju öðru. Sem liður í tilfinningagreind felst vonin í því að láta hvorki yf- irþyrmandi kvíða né þunglyndi verða sér um megn þegar staðið er frammi fyrir erfiðleikum. Kvíði setur síður mark á þá von- góðu og þeir eiga sjaldnar um sárt að binda tilfinningalega. Byggt á bókinni Tilfmningagreind eftir Daniel Goleman. 30 Vikan

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.