Vikan


Vikan - 18.07.2000, Síða 45

Vikan - 18.07.2000, Síða 45
Þórunn Stefánsdóttir þýddi hrædd um líf sitt eftir morðið á John Lennon. Innst inni vissi hún að það væri ólíklegt að slíkt gæti komið fyrir hana, hún var ekki nógu fræg til þess að vera undir smásjá ein- hvers brjálæðingsins. En hún varð hrædd ef hún varð vör við ókunnuga menn standa langdvölum fyrir utan heimili hennar eða hljóðverið. Hún hafði ekki svarað spurningu Marcs og hann spurði aftur: „Er einhver sér- stakur maður í lífi þínu?“ Hún ætlaði að fara að svara að honum kæmi það ekki við en áður en hún vissi heyrði hún sjálfa sig svara neitandi. Hann andaði léttar og ánægjubros leik um varir hans. Hún stóð upp og tók af borðinu. Marc sýndi henni hvernig ætti að raða í upp- þvottavélina og kveikja á henni. Síðan sagði hann: „Ég ætla að sækja töskurnar þín- ar.“ Hann hafði verið svo þægi- legur meðan þau voru að vinna saman í eldhúsinu og koma öllu fyrir á sínum stað svo að Annie ákvað að gera aðra tilraun til þess að koma vitinu fyrir hann. „Viltu nú ekki hætta þessari vitleysu og fara með mig til Parísar. Vin- ir mínir eru örugglega farnir að leita að mér og eru jafn- vel búnir að láta lögregluna í málið.“ „Það á enginn von á þér fyrr en á morgun,“ sagði hann rólega. „Pað er búið að láta vita á hótelinu að þú ætlir að dvelja hjá vinafólki í einn eða tvo daga.“ Hún dró djúpt að sér and- ann og horfði reiðilega á hann. „Og hver skyldi hafa sagt þeim það? Það skyldi þó ekki hafa verið þú?“ Hann kinkaði kolli. „Ég hringdi á hótelið úr bílasím- anum meðan þú varst í sturtu.“ Hann brosti kald- hæðnislega og sagði svo: „Áður en þú ferð að gera þér einhverjar gyllivonir verð ég að hryggja þig með því að bíll- inn er læstur og ég geymi lyklana í vasanum.“ „Hversu lengi hefur þú hugsað þér að halda mér hér?“ „Aðeins eina nótt.“ Hún stífnaði upp. Hvað ætl- aði hann sér að gera í nótt? Henni sortnaði fyrir augum af reiði. Hún gerði sér grein fyrir því hvað hann var í raun og veru að segja, hvers vegna hann hafði rænt henni og komið með hana hingað. í nótt ætlaði hann að hafa hana út af fyrir sig. Hvernig gat hún komið í veg fyrir áform hans? Hann var of stór og sterkur til þess að hún gæti varið sig. Það eina sem hún gæti gert væri að slá hann með ein- hverjum þungum hlut. Henni varð illt við tilhugsun- ina um líkamlegt ofbeldi. Gæti hún í raun og veru gert eitthvað slíkt? Hún gæti endað með morð á sam- viskunni. Hún titr- aði og skalf við til- hugsunina eina saman. Hún sagði rámri röddu: „Um- boðsmaðurinn minn verður dauð- hræddur þegar hann kemur á hót- elið og uppgötvar að ég er ekki þar. Það skiptir ekki máli hvaða skýringu þú hefur gefið starfsfólki hótels- ins. Hann veit sem er að ég á enga vini í Frakklandi." „í augnablikinu er umboðs- maðurinn þinn í brúðkaups- ferð og það er ekki líklegt að hann stytti ferðina. Þú bjóst með Díönu Abbott, konunni sem hann giftist, ekki satt?“ Annie var hætt að undrast það að hann virtist vita allt um líf hennar en hún varð reið þegar hann blandaði Dí og hjónabandi hennar í mál- ið. Hún missti stjórn á sér og öskraði á hann. „Það þýðir líklega ekkert ara og öryggisvarðar, séð um aðdáendapóstinn þinn, sam- skipti þín við fjölmiðla og gert allt það sem þú hefur ekki tíma til að gera. Nokkrir blaðamannanna veltu því fyr- ir sér hvort þú ætlaðir að búa ein hér eftir eða hvort einhver að spyrja þig hvernig þú veist það?!“ Hann horfði á hana út und- an sér. „Ég las það einfaldlega íblöðunum. Þaufjölluðu heil- mikið um brúðkaupið og alls staðar var sagt frá því að brúðurin, Díana Abott, væri besta vinkona þín og þið hefðuð búið saman í mörg ár. Hún hafi verið í hlutverki rit- önnur tæki við af vinkonu þinni.“ „Það var þá sem þú hringd- ir fyrst; kvöldið sem ég var ný- komin heim úr brúðkaup- inu,“ sagði Annie hugsi. Hann kinkaði kolli og horfði á hana á meðan hún velti þessu fyrir sér. „Þú vissir að ég yrði ein- mana þegar ég kæmi heim í Vikan 45

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.