Vikan - 18.07.2000, Page 46
tóma íbúðina, ekki satt? Þú
vissir að ég yrði viðkvæm fyr-
ir og ákvaðst að nota tímann
til þess að koma með þessi
ógnvekjandi skilaboð.“ Hún
horfði á hann með fyrirlitn-
ingu. „Það var ómaklegt og
andstyggilegt. Þú reyndir að
hræða mig þegar ég var ein-
mana og döpur. Hvers konar
maður ert þú eiginlega? Ein-
hvers konar sadisti? Færðu
eitthvað út úr því að hræða
varnarlausar konur?“
„Það er nú varla hægt að
segja að skilaboðin frá mér
hafi verið ógnandi. Þau voru
aðeins þrjú sakleysis-
leg orð. Hann
hélt augnaráði
hennar
föngnu og
endurtók
orðin blíð-
lega:
„Manstu
eftir mér?“
Kaldur
hrollur fór um
hana eins og þeg-
ar hún heyrði þessi
orð í fyrsta sinn.
„Hvað er svona ógnvekj-
andi við þessa spurningu?“
spurði hann.
Satt að segja hafði hann rétt
fyrir sér. Það var varla hægt að
segja að ógnun fælist í þessum
orðum. Hún hefði auðveld-
lega getað hlustað á þau, yppt
öxlum og látið sem henni
kæmu þau ekki við. En af ein-
hverri óskiljanlegri ástæðu
höfðu orðin, og röddin sem
sagði þau, haft mikil áhrif á
hana. Þau höfðu sótt að henni
í svefni og daginn eftir höfðu
ný skilaboð aukið á ótta
hennar og að lokum loforðið
um að þau myndu hittast
fljótlega.
„Þessi orð voru alla vega
mjög dularfull og ég var mjög
viðkvæm þennan dag,“ sagði
hún þrjóskulega. „Þú skalt
ekki segja mér að þú hafir
ekki vitað nákvæmlega hvað
þú varst að gera. Þú kemur
mér fyrir sjónir eins og mað-
ur sem gerir ekkert af óhugs-
uðu máli.“
„Það er rétt, ég geri mér
venjulega grein fyrir því hvað
ég er að gera,“ sagði hann án
þess að skammast sín hið
minnsta. „Þegar ég heyrði að
vinkona þín ætlaði að gifta sig
rétt áður en þú kæmir til Par-
ísar vissi ég að nú væri rétti
tíminn til þess að reyna að ná
sambandi við þig.“
„Ræna mér, réttara sagt!“
sagði hún reiðilega. Hún velti
því fyrir sér hversu lengi hann
hafði verið að undirbúa þetta,
og hryllti við tilhugsunina um
draumóra hans og þráhyggju.
„Ég sá enga aðra
leið,“ sagði hann
sallarólegur.
Hún horfði á
hann kvíða-
full en það
var aðeins
skynsemi í
röddinni þeg-
ar hann bætti
við: „Ég varð
einfaldlega að
ná tali af þér. Ég
vissi að tónleikaferða-
lagið var að hefjast og þú yrð-
ir aðeins nokkra daga í
Frakklandi. Síðan yrðir þú á
ferðalagi vikum saman og
hefðir lítinn tíma fyrir sjálfa
þig. Ég sá þarna tækifæri til
þess að vera einn með þér í
einn eða tvo daga áður en
ferðafélagar þínir kæmu til
Parísar."
„Einn eða tvo daga,“ end-
urtók hún og virti hann fyrir
sér. „Síðan ætlar þú að sleppa
mér?“ Hún þorði varla að
trúa orðum hans.
„Þú verður komin til Par-
ísar annaðkvöld,“ sagði hann
ákveðinn.
„Af hverju ætti ég að trúa
þér?“ sagði hún efins.
„Þér er óhætt að trúa mér.
Ég gef þér hátíðlegt loforð
um það að þú verðir komin
heilu og höldnu á hótelið
áður en vinir þínir fá tækifæri
til þess að undrast um þig.
Hvað svo sem gerist á milli
okkar.“
Henni brá í brún. Hvað svo
sem gerðist á milli þeirra.
Hún leit niður og skyndilega
sá hún fyrir sér hvað gæti
gerst. Hún sá sig í anda nakta
í örmum hans, sá hendur hans
snerta hana, munn hans ...
Hún skammaðist sín fyrir
hugsanir sínar. Hvað var eig-
inlega að henni? Hvað var
hún að hugsa?
Hún var farin að láta stjórn-
ast af löngunum. Hún var
meðvituð um nálægð hans og
fór hjá sér undir augnaráði
hans. Hún óskaði þess heitast
að hann tæki hana í faðm sér
og...
Hún var þess fullviss að
þessi maður vildi ekki bara
kynnast henni. Hann vildi
drottna yfir líkama hennar og
sál. Hugsanir hennar æstu
hana upp en hún reyndi reiði-
lega að bægja þeim frá sér.
„Ég ætla að ná í töskurnar
þínar. Þú getur tekið upp úr
þeim það sem þú þarfnast í
kvöld.“ sagði hann rólega.
Annie elti hann fram í and-
dyrið en hann sneri sér við í
útidyrunum og sagði: „Bíddu
eftir mér uppi. Ég kem upp
með töskurnar."
Auðvitað vildi hann koma í
veg fyrir að hún reyndi að
flýja. Hún gekk treglega upp
stigann og hann fylgdist með
henni þangað til hún var
komin alla leið inn í herberg-
ið þar sem hann hafði búið
um hana.
Hún hlustaði á fótatak hans
fyrir utan. Það var freistandi
að reyna að flýja en skynsem-
in sagði henni að hún ætti
enga möguleika á því að kom-
ast undan. Hún ákvað að nota
tímann og skoða hin herberg-
in á hæðinni. Fyrst fór hún inn
í stærsta herbergið, sem að
öllum líkindum var herberg-
ið hans.
Hlerar byrgðu gluggana og
herbergið var rökkvað. Hún
leit forvitin í kringum sig og
stífnaði upp þegar hún kom
auga á andlit sitt stara á sig frá
einum veggnum. Þetta var
ekki spegilmynd hennar.
Þetta var plakat í líkams-
stærð. Marc hafði hengt það á
vegginn fyrir framan rúmið
sitt.
Þetta var ekki eina mynd-
in af henni. Skelfingu lostin
virti hún fyrir sér veggina sem
voru þaktir myndum af henni.
Þar voru plötuumslög, mynd-
ir úr tímaritum, teikningar,
greinar úr dagblöðum, vatns-
litamyndir og olíumálverk af
henni og svarthvítar áritaðar
ljósmyndir sem kynningar-
skrifstofan sendi aðdáendum
hennar um allan heim.
Hún hafði heyrt um aðdá-
endur sem veggfóðruðu vegg-
ina heima hjá sér með mynd-
um af átrúnaðargoðunum en
hingað til hafði hún ekki hitt
neinn þeirra. Hún hafði alltaf
staðið í þeirri trú að slíkt
gerðu aðeins þeir sem voru á
gráa svæðinu milli þess að
vera börn og fullorðnir. Þessi
maður var enginn táningur.
Þessi þrjáhyggja var ekki eðli-
leg. Marc hlaut að vera geð-
veikur.
Guð minn góður, ég verð að
komast héðan, hugsaði hún
með sér. En hvernig?
Hún hrökk við þegar hún
heyrði fótatak hans í stigan-
um.
Hún hafði ekki tíma til þess
að koma sér undan. Hún
heyrði hann nema staðar fyr-
ir utan herbergið hennar og
kalla nafnið hennar. Síðan
lagði hann frá sér töskurnar
og gekk áfram eftir gangin-
um.
Það fór hrollur um hana
þegar hún skynjaði að hann
stóð fyrir aftan hana.
„Svo þú fannst herbergið
mitt,“ sagði hann. „Ég skal
kveikja ljósið svo þú sjáir bet-
ur.“
Hann kveikti loftljósið og
hún leit furðu lostin í kringum
sig.
„Ég á allar plöturnar þín-
ar,“ sagði hann.
Hún virti fyrir sér dýr
hljómflutningstækin sem
stóðu á hillu undir gluggan-
um. Hillurnar voru fullar af
plötum, kassettum og mynd-
46
Vikan