Vikan


Vikan - 18.07.2000, Síða 47

Vikan - 18.07.2000, Síða 47
Þórunn Stefánsdóttir þýddi böndum. „Ég hef ekki gefið út svona margar plötur.“ Plöturnar voru í tugatali og hún kann- aðist ekki við þær allar. „Þetta eru mismunandi út- gáfur af plötunum þínum. Ég á þær frönsku, spænsku, ítölsku, þýsku og amerísku." Röddin var kæruleysisleg en það var greinilegt að hann vissi um hvað hann var að tala. „Mér líkar upprunalega útgáfan best, sú breska, en franska útgáfan er líka góð. Langar þig að heyra hana?“ „Nei, fyrir alla muni, ekki!“ hrópaði hún upp yfir sig. „Það mætti halda að þú skammaðist þín fyrir vinnuna þína, sagði hann en samt var eins og viðbrögð hennar kæmu honum ekki á óvart. Hún velti því fyrir sér hæðn- islega hvort hann hafi lesið um þau eins og öll hin smá- atriðin í lífi hennar. „Tónlistin er einfaldlega vinnan mín!“ sagði hún stutt í spuna. „Ég hef unun að henni en í augnablikinu er ég í fríi og vil helst ekki þurfa að hugsa um neitt sem viðkemur vinnunni.“ „Hvernig líst þér á herberg- ið?“ spurði hann og hún vissi að hann átti við myndirnar sem þöktu veggina. Hún vildi helst ekki þurfa að svara en hún var farin að þekkja hann nógu vel til þess að vita að hann hætti ekki fyrr en hann fengi svar. „Hver málaði öll þessi mál- verk?“ spurði hún og svarið kom henni ekki á óvart. „Ég málaði þær.“ Hún virti fyrir sér litla blý- antsteikningu sem greinilega var skyssa að einu málverk- anna „Þú ert góður málari. Er það þannig sem þú vinnur fyr- ir þér? Ertu listmálari?“ Hann horði á hana og gretti sig. „Ég var í listaskóla í eitt ár en ákvað að hætta þegar ég gerði mér grein fyrir því að ég yrði aldrei nógu góður mál- ari til þess að geta gert listina að ævistarfi. En ég mála enn- þá mér til skemmtunar." Hún kom auga á ljósmynd í silfurramma sem var á nátt- borðinu hans. Myndin var af fólki sem stóð fyrir utan bóndabæ. Landslagið minnti á Sviss og bak við húsið glitti í skógi vaxar hlíðar. Annie tók upp myndina og virti hana lengi fyrir sér. Það voru þrjár persónur á mynd- inni. Éin þeirra var greinilega Marc. A myndinni var hann á tvítugsaldri, myndin hlaut að hafa verið tekin fyrir nokkrum árum. Með honum á myndinni voru miðaldra maður og kona, dökkhærð og útitekin. Annie sá að Marc líktist manninum, þótt hár hans væri farið að grána. Voru þetta foreldrar hans? Hvar hafði myndin verið tekin? „Mikið er þetta fallegur staður,“ sagði hún. „Hvar er myndin tekin? Er þetta í Sviss?“ „Nei, myndin er tekin í Frakklandi. I Jurafjöllum." „Hún starði á hann stórum augum. „I Jurafjöllum? En undarlegt. Pabbi minn fædd- ist þar.“ Hann kinkaði kolli. „Ég veit það.“ Hún hefði átt að geta sér til um að hann vissi það eins og allt annað í lífi hennar. Hún horfði á myndina. „Eru þetta foreldrar þínir? Þú ert mjög líkur þeim.“ Hann brosti. „Já, mér er sagt að ég sé mjög líkur föð- ur mínum.“ „Hvað voruð þið að gera á þessum slóðum? Voruð þiö í sumarfríi? Ertu mikið fyrir fjallgöngur?“ Hann leit út fyr- ir að vera útivistarmaður og það sama mátti segja um for- eldra hans. Annie hafði aldrei komið til Júrafjalla, en pabbi hennar hafði oft talað um heimahagana með miklum söknuði, um bernskuárin í skógivöxnum fjöllunum, um lyktina af gróðrinum, um græna akra og villt blóm. „Ég er fæddur þar,“ sagði hann eins og ekkert væri eðli- legra. Hún starði á hann. „Ertu fæddur í Jurafjöllun- um?“ Hann kinkaði kolli. „Undarleg tilviljun,“ sagði hún. Skyldi það annars vera tilviljun? hugsaði hún með sér. Kannski að áhugi hans á henni hafi sprottið upp af því að hann var fæddur á sömu slóðum og pabbi hennar. Sumt fólk sem einblýndi á þannig smáatriði, tók þau úr öllu samhengi og leit á þau sem einhvers konar tákn eða fyrirboða. „Það er engin tilviljun,“ sagði hann sallarólegur. „Það er hluti af mynstrinu.“ „Mynstrinu?“ „Mynstri örlaganna," út- skýrði hann. Trúir þú ekki á örlöjþn, Annie? „Ég hef aldrei hugsað út í það,“ sagði hún. Satt að segja sagði hún ósatt. Auðvitað hugsaði hún um örlögin, um það hvernig hlutirnir gerast eins og fyrir undarlegar tilvilj- anir. I lífi hennar höfðu marg- ir óvæntir atburðir ráðið ferð- inni. Tilviljun hafði ráðið því að hún varð fræg söngkona. Hún hafði lifað lífinu frá degi til dags án þess að gera sér háar hugmyndir um framtíð- ina. Allt í einu hitti hún Phil sem greiddi leið hennar og gerði hana að alþjóðlegri stjörnu. Örlög Philips voru jafn til- viljanakennd. Hann hafði ráðið Díönu til þess að sjá um Annie eftir að hafa unnið með henni í mörg ár án þess að sýna henni neinn sérstak- an áhuga. Örlögin tóku í taumana þegar þau tvö lok- uðust inni saman af völdum óveðurs, nógu lengi til þess að þau áttuðu sig á því að þau elskuðu hvort annað. Auðvitað trúði hún á örlög- in, en hún vildi ekki viður- kenna það fyrir manni sem hún var viss um að væri geð- veikur. Hana grunaði að hann hefði talið sér trú um að ör- lögin hefðu leitt þau saman og hún vildi ekki segja neitt sem ýtti undir þær hugmynd- ir. Allt í einu datt henni nokk- uð í hug. „Var það þar sem við eigum að hafa hist? í Jura- fjöllum? Þá verð ég að hryggja þig með því að segja þér að ég hef aldrei komið þangað.“ Hann horði lengi á hana áður en hann sagði. „Það var einmitt þar sem við hittumst, Annie.“ „Ég var að enda við að segja þér að ég hef aldrei stig- ið þangað fæti!“ „Ekki svo að þú munir,“ var það eina sem hann sagði og Annie roðnaði af reiði. „Ég segi þér enn og aftur að ég hef aldrei fyrr litið þig aug- um og hef aldrei komið á þær slóðir." Jk Vinalfnan Þegar|J ■ y vantarvin ö Grænt númer 800 6464 Vikan 47

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.