Vikan


Vikan - 05.09.2000, Blaðsíða 8

Vikan - 05.09.2000, Blaðsíða 8
kann ýmislegt fyrir með boltann eins og má. og kann vel við sig mikla í fyrra. „Pað vilja auðvit- að allir vinna okkur en þannig hefur það nú verið í mörg ár. Við erum reyndar álitnar með frek- ar gamalt lið núna,“ segir hún brosandi og bætir því við að pressan komi aðallega frá þeim sjálfum. „Við erum búnar að vera í þessu lengi og viljum bara vinna. Við sættum okkur ekki við að vera í öðru sæti.“ Sumarið hefur verið Helenu dálítið erfitt þar sem hún hefur átt við meiðsli að stríða.“Ég hef verið mjög heppin og aldrei lent í því áður að vera meidd yfir sum- artímann. Það eru vissulega við- brigði og tekur mikið á sálina en það er þroskandi að kynnast þeirri hlið líka. Pegar vel gengur í boltanum er maður mjög hátt uppi en maður fer líka langt nið- ur þegar illa gengur og sjálfs- traustið dvínar.“ Aðspurð telur hún að fjölmiðl- ar hafi tekið sig mikið á í umfj öll- un um kvennafótboltann síðan hún hóf sinn feril, bæði hvað varðar magn og gæði. „Ég er búin að safna saman úrklippum um 8 Vikan kvennaboltann frá því ég byrj- aði að spila og umfjöllunin hef- ur stórlagast. Fjölmiðlar fjalla bæði meira um kvennaboltann ogumfjölluninervandaðri. Um leið og deildin er orðin jafnari eins og í surnar og spennan meiri þá fáum við umfjöllun eins og gerðist í handboltanum í vetur. Ég kvarta ekki en auðvitað má alltaf gera betur og mér finnst sérstaklega að það mætti sýna meira af leikjum í sjónvarpinu. Viðhorfin til kvennaknatt- spyrnu hafa einnig breyst til hins betra. Ég man þegar ég var að byrja að spila í efstu deild með KR 1986, þá var almennt litið mjög niður á kvennaknattspyrn- una og okkur til dæmis líkt við beljur á svelli. Núna sér fólk að við kunnurn og getum spilað fót- bolta og þó við verðum aldrei jafn fljótar og sterkar og strákarnir, þá finnst fólki skemmtilegt að koma á völlinn og horfa á okkur.“ Launamál kuenna óbol- andi Helena var í 12. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykja- víkurkjördæmi fyrir síðustu al- þingiskosningar. Er hún mjög pólitísk? „Já og nei. Ég er kom- in af mikilli framsóknarfjöl- skyldu en bæði afi og pabbi eru harðir framsóknarmenn og ég fór því ekki varhluta af stjórnmála- umræðu á heimilinu. Ég er fram- sóknarkona en hef nú ekki starf- að mikið með flokknum. Ég var beðin um að taka sæti á þessum lista og eftir nokkurn umhugsun- arfrest ákvað ég að slá til þar sem ég þarf ekkert að fela mínar stjórnmálaskoðanir. Flestir tóku framboðinu vel en stöllur mínar í KR stríddu mér svolítið á því og sögðust ætla að kjósa mig ef ég héldi framboðsræðu á æfingu. Ég gerði það nú ekki og varð því af þeim atkvæðum." Helena er ekki alveg sátt við gengi Framsókn- arflokksins í síðustu skoðana- könnunum. „Mér finnst að flokk- urinn þurfi að vera aðeins meira á tánum og vinna betur að þeirn málum sem hann lofaði að vinna að í síðustu kosning- um.“ Helena kveðst vera svolftil kvenréttinda- kona í sér en segir það ekki skipta sig máli af hvaða kyni fólk í stjórnmálum sé, heldur að það sé málefnalegt og standi við það sem það segir. „Það er samt auð- vitað gaman að sjá að það eru fleiri konur að bætast í hópinn. Það gleður mig alltaf þegar ég sé konur vera að gera góða hluti og ég vil sjá fleiri konur í stjórnun- arstöðum." Aðspurð segist hún alveg geta hugsað sér að taka meira þátt í stjórnmálum og setja þá fjölskyldumálin á oddinn. „Mér finnst vinnudagurinn hér alltof langur og samverustundir fjölskyldunnar eru alltof fáar. Eins finnst mér barnabótakerfið og allt sem því fylgir óréttlátt eins og það er uppbyggt núna en manni er hegnt fyrir að vera dug- legur að vinna. Þetta vil ég sjá breytast enda mín hagsmunamál og ég get æst mig mikið yfir þeim. Ég vil líka sjá breytingar í launa- málum kvenna. Konur eru líka fyrirvinnur, stundum einu fyrir- vinnurnar eins og í mínu tilviki og mér finnst óþolandi að konur fái svo oft lægri laun en karlar fyrir sambærilega vinnu,“ segir Hel- ena ákveðin á svip. Hún blæs á þær raddir sem segja að einstæðar mæður hafi það svo gott. „Sjálf þarf ég ekki að kvarta en ég vinn líka mikið. Ég bæði kenni mikið og þjálfa en hef alveg einstakar barnapíur sem eru foreldrar mínir. Með þau mér við hlið lít ég kannski ekki á mig sem mjög einstæða. Málið er að einstæðar mæður geta haft það ágætt en það kostar líka mikla vinnu enda launin oftast lág. Því meira sem þær vinna, því minni tíma hafa þær auðvitað með börnunum sínum og slíkt kemur auðvitað niður á þeim. Konur eru flestar í láglaunastörf- um og við getum ekkert horft fram hjá því að það eru mjög margar einstæðar mæður sem berjast í bökkum.“ Ekki draumaeiginkonan Helena á einn son, Ólaf Daði sem er fjögurra ára gamall og reynir að eyða eins miklum tíma með honum og hún getur. „Hann hefur oft þurft að drattast með mér bæði á æfingar og þegar ég er að þjálfa. Ég reyni því að nota þann tíma sem við eigum saman mjög vel og gera eitthvað upp- byggjandi fyrir okkur tvö.“ Ólaf- ur Daði hefur ekki erft fótbolta- áhugann frá mömmu sinni. „Hann hefur engan áhuga eins og er. Ætli ég sé ekki búin að ofgera honum með öllu þessu fótbolta- stússi," segir Helena og hlær. „Honurn finnst nú samt mjög gaman að þessu. Hann kemur af og til á völlinn með ömmu og afa og hvíslar að mér fyrir leiki hvað ég eigi að skora mörg mörk. Honum er í fersku minni þegar við vorum að hampa titlunum í fyrra og er alltaf að spyrja mig hvort ég sé búin að fá bikarinn. Það verður því erfitt að útskýra það fyrir honum ef við vinnum ekki bikar.“ Helena segir að brottfallið vegna bameigna hafi minnkað frá því sem áður var og konur haldi lengur áfram. „Barneignir setja auðvitað strik í ferilinn, maður þarf að taka sér a.m.k. árs frí, en við sem höfum verið svona lengi í þessu, látum þær ekkert stöðva okkur. Margar segja jafnvel að bestu árin séu eftir að þær hafa eignast börnin. Maður þarf að hafa mikið fyrir því að samræma vinnu, fjölskyldu og fótboltann og það gerir það að verkum að mað- ur nýtir æfingatímann miklu bet- ur og leggur hart að sér á öllum æfingum. ViðerumnokkaríKR- liðinu sem eigum börn og höfum fengið barnapíu á tvær æfingar í viku yfir sumarið. Fjölskylda og vinir eru líka dugleg að hjálpa til við barnapössun." Helena þvertekur fyrir að vera draumaeiginkonan. „Líf mitt hefur snúist um fótboltann, bæði um æfingar og þjálfunina. Þetta er mjög tímafrekt og é'g hugsa að það sé mjög erfitt að búa með svona fótboltakonu. Eiginmað- urinn þyrfti að vera mjög skiln- ingsríkur því það er ekkert betra að vera fótboltaekkill en fót- boltaekkja," segir Helena að lokum og brosir hæversk- lega. „Mer finnst uinnudagurinn her alltof langur og sam- uerustundir fjölskyldunnar eru alltof fáar. Eins finnst mér barnabótakerfið og allt sem buí fylgir óréttlátt eins og bað er uppbyggt núna en manni er hegnt fyrir að uera duglegur að uinna. Þetta uil ég sjá breytast enda mín hagsmunamál og ég get æst mig mikið yfir beim."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.