Vikan


Vikan - 05.09.2000, Blaðsíða 30

Vikan - 05.09.2000, Blaðsíða 30
texti: Gunnhildur Lily Magnúsdóttir Hvemig ebkhugl er hann? HRUTURINN: Þegar kemur að kynlífinu er Hrúturinn eiginlega frek- ar tígur heldur en sauður. Hann elskar að eltast við elsk- hugann, hvort sem er í eigin- legri eða óeiginlegri merk- ingu og vill vera ráðandi að- ilinn í kynlífinu. Kynlífið skiptir hann miklu máli, hann er ófeiminn ef hann treystir elskhuganum og hefur nægt úthald til að stunda hvílu- brögð alla nóttina ef áhuginn er fyrir hendi. Hrúturinn elsk- ar spennu, er ástríðufullur, nýjungargjarn, ákafur og vill stunda kynlíf á óhefðbundn- um stöðum. En kynlífið er síður en svo bara líkamlegs eðlis hjá Hrútnum því hann fær mikið út úr því að gleðja elskhuga sinn í rúminu og hann þarf að vera viss um að það séu heitar tilfinningar í spilinu. Annars er hætt við að ástríða hans og ákafi hverfi út í veður og vind. Hrúturinn passar best við Ljón, Bogmann, annan Hrút og Sporðdreka. NflUTID: Þótt nautið virki stundum þumbaralegt og svolítið óspennandi í daglega lífinu er það ekki svo bakvið luktar dyr svefnherbergsins. Nautið vill hafa þægindin í fyrirrúmi í kynlífinu sem og annars staðar. Ef þú vilt koma Naut- inu til við þig ættir þú t.d. að setja á fín silkirúmföt, kveikja á kertum og hafa kampavín og jarðarber á náttborðinu. Nautið vill að elskhuginn eigi frumkvæðið í kynlífinu og þá geta eggjandi undirföt og gott ilmvatn gert kraftaverk. Nautið er ekki gefið fyrir kyn- lífið á óhefðbundnum stöðum og því er heimili hans senni- lega rétti staðurinn til að tæla hann í rúmið. Nautið passar best við Steingeit, Krabba, Sporð- dreka og Meyju. TVÍBURARNIR: Fjölbreytni er lykilorðið hjá Tvíburunum. Þeir geta verið til í langan ástarleik við kertaljós upp í rúmi einn dag- inn en næsta dag vilja þeir æsandi mök í bílnum. Samt sem áður skiptir andlegi þátt- urinn Tvíburana miklu máli því þeir laðast ekki að mann- eskju kynferðislega nema hún höfði til þeirra andlega líka. Tvíburarnir eru alltaf í leit að hinum fullkomna elsk- huga og ef þeir finna hann gefa þeir sig honum algjör- lega á vald. Ef ekki, þá leita þeir annað. Tvíburarnir passa best við Vog, Vatnsbera og Ljón. KRABBINN: Krabbinn er umhyggjusam- ur elskhugi sem vill hafa ■“ hæga hrynjandi í ástar- leiknum og hugsar bæði um kynferðislegar þarfir þínar og hvort þér sé kalt á tánum. Krabbinn vill að elskhugi hans taki frum- kvæðið og finnst gott að vera þiggjandinn í ástar- leiknum. Krabbinn er námsfús í rúminu og tilbú- inn að gera ýmislegt til að gleðja elskhuga sinn. Krabbinn setur jöfnunar- merki á milli ástar og kyn- lífs og vill því að þetta tvennt fari saman. Hann vill, líkt og Nautið, stunda kynlífið heima fyrir þar sem öryggið, bæði tilfinn- ingalegt og líkamlegt, er í fyrirrúmi. Krabbinn passar best við Meyju, Naut, Fiska, annann Krabba og Sporð- dreka. LJÓNIÐ: Ljónið er ástríðufullt í rúm- inu og vill elskhuga sem veit hvað hann vill. Ljónið elskar að láta draga sig á tálar og for- leikurinn skiptir það miklu máli. Ljónið hefur mikið út- hald og vill elskast með Ijós- in kveikt svo það geti dáðst að sjálfum sér. Það vill bæði vera þiggjandi og gefandi. Ljónið elskar hægar hreyfingar og finnst frábært að geta glatt elskhuga sinn í rúminu. Ljónið passar best við Hrút, Tvíbura og Bogmann. MEYJAN: Meyjan er fullkomnunar- sinni í daglega lífinu og líka í kynlífinu. Smáatriðin skipta hana miklu máli og það get- ur verið yndislegt í kynlífinu. Meyjunni finnst nefnilega koss á hálsinn og fótanudd jafn mikilvægt og mökin sjálf. Meyjan elskar að gera elsk- huga sínum til geðs og hún vill stunda fallegt kynlíf í nota- legu rúmi með mjúkum rúm- fötum og lágværri tónlist. Meyjan getur virkað svolít- il köld í kynlífinu til að byrja með en rétti elskhuginn kann á hana og þá lætur hún tjöld- in falla og sleppir fram af sér beislinu. Meyjan passar best við Krabba, Naut, Steingeit og kannski Fiska. VOGIN: Andlega hliðin skiptir Vog- ina miklu máli þegar kemur að kynlífinu. Hún er lík Tví- burunum að því leyti að hún getur ekki laðast að mann- eskju kynferðislega sem hún laðast ekki vitsmunalega að líka. Vogin vill hafa jafnvægi í kynlífinu og vill því bæði vera gefandi og þiggjandi þar. Hún vill langan forleik og vill tala um kynlífið. Erótík er vel 30 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.