Vikan


Vikan - 05.09.2000, Side 30

Vikan - 05.09.2000, Side 30
texti: Gunnhildur Lily Magnúsdóttir Hvemig ebkhugl er hann? HRUTURINN: Þegar kemur að kynlífinu er Hrúturinn eiginlega frek- ar tígur heldur en sauður. Hann elskar að eltast við elsk- hugann, hvort sem er í eigin- legri eða óeiginlegri merk- ingu og vill vera ráðandi að- ilinn í kynlífinu. Kynlífið skiptir hann miklu máli, hann er ófeiminn ef hann treystir elskhuganum og hefur nægt úthald til að stunda hvílu- brögð alla nóttina ef áhuginn er fyrir hendi. Hrúturinn elsk- ar spennu, er ástríðufullur, nýjungargjarn, ákafur og vill stunda kynlíf á óhefðbundn- um stöðum. En kynlífið er síður en svo bara líkamlegs eðlis hjá Hrútnum því hann fær mikið út úr því að gleðja elskhuga sinn í rúminu og hann þarf að vera viss um að það séu heitar tilfinningar í spilinu. Annars er hætt við að ástríða hans og ákafi hverfi út í veður og vind. Hrúturinn passar best við Ljón, Bogmann, annan Hrút og Sporðdreka. NflUTID: Þótt nautið virki stundum þumbaralegt og svolítið óspennandi í daglega lífinu er það ekki svo bakvið luktar dyr svefnherbergsins. Nautið vill hafa þægindin í fyrirrúmi í kynlífinu sem og annars staðar. Ef þú vilt koma Naut- inu til við þig ættir þú t.d. að setja á fín silkirúmföt, kveikja á kertum og hafa kampavín og jarðarber á náttborðinu. Nautið vill að elskhuginn eigi frumkvæðið í kynlífinu og þá geta eggjandi undirföt og gott ilmvatn gert kraftaverk. Nautið er ekki gefið fyrir kyn- lífið á óhefðbundnum stöðum og því er heimili hans senni- lega rétti staðurinn til að tæla hann í rúmið. Nautið passar best við Steingeit, Krabba, Sporð- dreka og Meyju. TVÍBURARNIR: Fjölbreytni er lykilorðið hjá Tvíburunum. Þeir geta verið til í langan ástarleik við kertaljós upp í rúmi einn dag- inn en næsta dag vilja þeir æsandi mök í bílnum. Samt sem áður skiptir andlegi þátt- urinn Tvíburana miklu máli því þeir laðast ekki að mann- eskju kynferðislega nema hún höfði til þeirra andlega líka. Tvíburarnir eru alltaf í leit að hinum fullkomna elsk- huga og ef þeir finna hann gefa þeir sig honum algjör- lega á vald. Ef ekki, þá leita þeir annað. Tvíburarnir passa best við Vog, Vatnsbera og Ljón. KRABBINN: Krabbinn er umhyggjusam- ur elskhugi sem vill hafa ■“ hæga hrynjandi í ástar- leiknum og hugsar bæði um kynferðislegar þarfir þínar og hvort þér sé kalt á tánum. Krabbinn vill að elskhugi hans taki frum- kvæðið og finnst gott að vera þiggjandinn í ástar- leiknum. Krabbinn er námsfús í rúminu og tilbú- inn að gera ýmislegt til að gleðja elskhuga sinn. Krabbinn setur jöfnunar- merki á milli ástar og kyn- lífs og vill því að þetta tvennt fari saman. Hann vill, líkt og Nautið, stunda kynlífið heima fyrir þar sem öryggið, bæði tilfinn- ingalegt og líkamlegt, er í fyrirrúmi. Krabbinn passar best við Meyju, Naut, Fiska, annann Krabba og Sporð- dreka. LJÓNIÐ: Ljónið er ástríðufullt í rúm- inu og vill elskhuga sem veit hvað hann vill. Ljónið elskar að láta draga sig á tálar og for- leikurinn skiptir það miklu máli. Ljónið hefur mikið út- hald og vill elskast með Ijós- in kveikt svo það geti dáðst að sjálfum sér. Það vill bæði vera þiggjandi og gefandi. Ljónið elskar hægar hreyfingar og finnst frábært að geta glatt elskhuga sinn í rúminu. Ljónið passar best við Hrút, Tvíbura og Bogmann. MEYJAN: Meyjan er fullkomnunar- sinni í daglega lífinu og líka í kynlífinu. Smáatriðin skipta hana miklu máli og það get- ur verið yndislegt í kynlífinu. Meyjunni finnst nefnilega koss á hálsinn og fótanudd jafn mikilvægt og mökin sjálf. Meyjan elskar að gera elsk- huga sínum til geðs og hún vill stunda fallegt kynlíf í nota- legu rúmi með mjúkum rúm- fötum og lágværri tónlist. Meyjan getur virkað svolít- il köld í kynlífinu til að byrja með en rétti elskhuginn kann á hana og þá lætur hún tjöld- in falla og sleppir fram af sér beislinu. Meyjan passar best við Krabba, Naut, Steingeit og kannski Fiska. VOGIN: Andlega hliðin skiptir Vog- ina miklu máli þegar kemur að kynlífinu. Hún er lík Tví- burunum að því leyti að hún getur ekki laðast að mann- eskju kynferðislega sem hún laðast ekki vitsmunalega að líka. Vogin vill hafa jafnvægi í kynlífinu og vill því bæði vera gefandi og þiggjandi þar. Hún vill langan forleik og vill tala um kynlífið. Erótík er vel 30 Vikan

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.