Vikan - 05.09.2000, Blaðsíða 49
launsir eru notaðar þá finnur
fólk að það ræður betur við
ágreiningsefnin og tekur því
ekki eins alvarlega þegar þau
skjóta upp kollinum. Þannig
fær fólk smám saman meira
sjálfstraust í sambúðinni sem
eykur á ánægju beggja og full-
nægju í sambandinu.
Það er oft mjög gott að
takast á við ágreiningsefnin
þegar fólki líður vel og það
er laust við spennu. Þá er fólk
iðulega skilningsríkara og
hlustar betur og þannig er
hægt að fyrirbyggja síðari
deilur. Sum hjón sem aldrei
geta rætt saman heima hjá sér
án þess að fara að rífast hafa
gripið til þess ráðs með góð-
um árangri að fara ein út að
borða á notalegum stað, þar
sem minni líkur eru á að þau
fari í hár saman á opinberum
stöðum.
Jákvæðar og neikvæðar
leiðir
Þið hafið bæði þarfir og
þrár og þær geta verið ólíkar.
Þið viljið bæði að á ykkur sé
hlustað og gerið kröfu um að
mæta skilningi. Ykkur líður
báðum illa þegar þið rífist.
Þið getið haft mikil áhrif á
hvort þið leysið ágreining
ykkar á jákvæðan eða nei-
kvæðan hátt.
vvm. mi
.l-,j
Jákvæðar leiðir
Þú ert jákvæö/ur.
Þú gerir þér grein fyrir hvað gengur á þegar þiö rífist og ert fær um að
koma ágreiningsefnum í jákvæðan farveg.
Þú reynir meðvitað að hugsa jákvætt til hins aðilans.Þú tjáir tilfinningar
þínar á þann hátt að það særi ekki liinn aðilann.
Þú sýnir bæði tilfinningum og sjónarhorni hins aðilans skilning og þið
finniö bæði að þið mætið skilningi.
Þið eruð bæði meðvituð um hvað þið viljið og trúið því að þið eigið rétt á
að hafa þennan vilja. Þið eigið því auðvelt með að skýra skilmerkilega út
fyrir hinum aðilanum hvað þið viljiö svo hann eigi þess kost á að koma til
móts við ykkur.
Þið hafiö sameiginlegt markmið sem er að reyna að komast að lausn sem
þið getið bæði sætt ykkur við, þannig að hvorugur aðilinn tapar.
Að lokum finnst ykkur báðum sem þið hafið fengið mest af því sem þið
vilduð, ef ekki allt. Deiluefnið er því leyst
Þið hafið bæði öölast betra innsæi hvað varðar ykkur sjálf og hinn aðilann.
Ykkur líður vel og finnst sambandið vera sterkt. Þið eruð vongóð um fram-
tíðina.
Þiö munið smám saman verða leiknari í að leysa ágreiningsefni á jákvæð-
an hátt.
Neíkvæðar leiðir
Þú leyfir sárum tilfinningum aö ná tökum á þér og finnur fyrir kvíða og
hræðslu.
Þú gerir þér ekki grein fyrir hvað gengur á þegar þið rífist og sýnir annað
hvort yfirgang eða ferð í vörn til þess að losna við rifrildi.
Þú ert gagnrýninn á hinn aðilann og reynir ekki að stöðva þær hugsanir.
Þú tjáir tilfininningar á þann hátt aö það særi örugglega hinn aðilann eða
þú neitar að tjá þig um hvernig þér líður til þess að láta hinum líða illa.
Það er í raun engin virk hlustun í gangi og ykkur finnst þið bæði vera mis-
skilinn og jafnvel misboðið.
Hvorugt ykkar er raunverulega meðvitað um hvað þið viljið eða trúið ekki
að þið hafið rétt á að vilja það. Þið eigið þvi í erfiöleikum með aö skýra
skilmerkilega frá því sem viljið.
Þið hafið ekkert sameiginlegt markmið. Annað ykkar kann að vilja fá sínu
framgengt, hafa síðasta orðið eða forðast rifrildi eins og heitan eldinn og
láta því strax í minni pokann.
Að lokum hafið þið hvorugt fengið það sem þið vilduð eða að annaö ykk-
ar fær sínu framgengt og hitt er fullt gremju. Deiluefnið er enn óleyst.
Allt virðist verra en áður. Ekkert hefur batnaö. Rifrildið hefur aðeins bætt á
sambúðarvanda ykkar.
Þið rífist oftar og meira.
Vikan
49