Vikan


Vikan - 05.09.2000, Blaðsíða 45

Vikan - 05.09.2000, Blaðsíða 45
Þórunn Stefánsdóttir pýddi skulum spyrjast aðeins frek- ar um hann, kannski kemur eitthvað annað í ljós.“ „Ég er viss að hann hefur engu að leyna," sagði Annie þrjóskulega. „Reyndu að taka samband- ið ekki of alvarlega," sagði Phil „Bíddu þangað til við vit- um eitthvað meira um hann.“ Eftir tónleikana í Lyon fóru þau til Sviss. Þaðan áttu þau að fara til Þýskalands. Síðla dags þegar þau biðu eftir rút- unni kom Marc akandi á rauðum Ferrari. Augun ætl- uðu úr höfðinu á strákunum í hljómsveitinni. „Helduðu að hann væri til í að selja mér hann?“ spurði Brick. „Spurðu hvort ég megi fara í smábíltúr. Ég gæfi trommukjuðana mína fyrir að fá að prófa að keyra svona bíl.“ Hún bar erindið undir Marc sem hló og hristi höfuðið og sagði á frönsku: „Ég leyfi eng- um að aka þessum bíl, sérstak- lega ekki tvítugum gutta sem þegar hefur klessukeyrt nokkra bíla.“ „Brick er svolítið kærulaus, það verður að viðurkennast“, sagði hún og sneri sér að Brick og sagði honum að því miður hefði Marc ekki tekið erind- inu vel. „Þú ert ekkert annað en sjálfselskt svín!“ kallaði hann til Marcs sem glotti. „Ég bjarga lífi þínu með því að segja nei. Þetta er kraft- mikill bíll.“ Það æsti Brick enn meira. „Ég elska hættulega bíla og hættulegar konur“ sagði hann. Vinir hans drógu hann með sér upp í bílinn. „Það geri ég líka,“ sagði Marc lágum rómi og horfði á Annie. Annie mundi allt í einu eft- ir loforðinu sem hún hafði gefið Dí. „Það er eins gott að ég komi mér upp í bílinn.“ „Þú ferð ekki með þeim,“ sagði hann ákveðinn. „Þú kemur með mér.“ Hún stirðnaði og hristi höf- uðið. „Mér þykir það leiðin- legt en ég get það ekki. Ég verð að fara með strákunum. Annars verða þeir sárir og verða í fýlu út í mig í marga daga. Þeir vilja ekki að ég hagi mér eins og ég sé yfir þá haf- in.“ Hann lét sem hann heyrði ekkiíhenni. „Þúgeturferðast með þeim það sem eftir er ferðarinnar en mig langar að hafa þig út af fyrir mig í tvo daga. Þú þarft ekki að mæta á næstu æfingu fyrr en eftir þrjá daga og það gefur okkur góðan tíma. „Tíma til hvers?“ Hann leiddi hana að bílnum og ýtti henni niður í sætið. Hún streittist á móti. „Marc, ég get ekki ... Farangurinn minn er i hinum bílnum ... og Phil og Dí munu undrast hvað hafi orðið um mig!“ Þau höfðu farið á undan hinum til þess að fullvissa sig um að allt væri í lagi og skoða aðstæðurnar fyrir tónleikana. „Strákarnir geta sagt þeim að þú hafir farið með mér.“ Marc lokaði bíldyrunum, sneri sér við og kallaði til Bricks. „Annie fer með mér, við hittum ykkur eftir tvo daga!“ „Hvað áttu við? Hvað gengur eiginlega á?“ Brick var greinilega ekki sáttur við gang mála. Marc stökk inn í bílinn, setti í gang og bíllinn þaut af stað. Brick kom hlaupandi á eftir þeim. „Settu á þig öryggisbeltið," sagði Marc. Hún leit um öxl og sá reiðisvipinn á Brick. „Hvert erum við að fara?“ spurði hún. Henni fannst allt í einu óþægilegt að vera ein með honum. „Hvað hafði hann í huga? Hafði Díana rétt fyrir sér? Var hann metnaðar- gjarn, undirförull maður sem ætlaði að notfæra sér frægð hennar? „Við erum að fara til Jura,“ sagði hann og hún gaf frá sér undrunaróp. Marc horfði á hana út undan sér meðan hann stýrði bílnum fimlega í „Nei, Annie, Jura er ekki langt héðan. Við verðum komin þangað í kvöld, nógu snemma til þess að fá okkur kvöldmat þar. Ég er búinn að panta herbergi á litlu gistihúsi nálægt þorpinu mínu. Hjónin sem reka það elda einfaldan, góðan mat og herbergin eru gegnum umferðina. „Ég er hissa á því að þú hafir ekki getið þér þess til,“ sagði hann. Auðvitað hefði hún átt að gera það. „En Jura er langt í burtu,“ sagði hún. Marc leit brosandi á hana. þægileg.“ „Ertu að fara með mig til fjölskyldu þinnar?“ Hjartað barðist í brjósti hennar og henni fannst hún vera að kafna. Hann hlaut að taka samband þeirra alvarlega ef hann ætlaði að kynna hana Vikan 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.