Vikan - 05.09.2000, Blaðsíða 28
Draugagangur á hóteli
Ég fékk sumaruinnu í mót-
töku stórs og fíns hotels
öegar ég lauk stúdents-
prófi og fannst ég hafa
fengið bestu vinnu í heimi.
íg var góð tungumála-
manneskja og har sem
stærstur hluti gestanna
voru útlendingar fékk ég
tækifæri til að nýta kunn-
áttu mína og aðstoða
gestina á ýmsan hátt.
Það fylgir því viss
„sjarmi“ að vinna á
hóteli og þar er yfir-
leitt alltaf nóg að
gera, fólk að koma og fara og
að leita upplýsinga um hitt og
þetta.
Mér fannst mjög gaman í
vinnunni og var fljót að kom-
ast inn í starfið. Þegar ég hafði
unnið í um tvo mánuði á hót-
elinu slasaði næturvörðurinn
sig og þá var úr vöndu að
ráða. Það var venjan að karl-
maður sinnti starfinu en þeg-
ar hótelstjórinn spurði mig
hvort ég treysti mér til að
leysa næturvörðinn af í
nokkrar nætur fannst mér ég
ekki geta neitað. í fyrsta lagi
vildi ég ekki líta út fyrir að
vera einhver skræfa sem
þyrði ekki að vera ein í þessu
stóra, gamla húsi og í öðru
lagi vantaði mig sárlega auka-
peninga til að nota um vetur-
inn þegar ég hæfi háskóla-
nám.
Ókunnug hljóð og myrk-
fælni
Það var ekki laust við að ég
kviði fyrstu nóttinni í nætur-
varðarstarfinu, en mér fannst
þetta allt saman dálítið
spennandi líka og var upp
með mér að vera treyst fyrir
starfinu. Ég mætti því á fyrstu
næturvaktina á miðnætti í
miðri viku og fékk stutta leið-
sögn um húsið þar sem mér
var sýnt hvað ég ætti að gera.
Auk hefðbundinnar skrif-
stofuvinnu sem fólst meðal
annars í skráningu gistinátta,
uppgjöri og fleiru átti ég að
fara nokkrar eftirlitsferðir um
húsið, meðal annars niður í
kjallara sem mér leist ekkert
á.
Ég lét þó ekki á neinu bera
og veifaði glaðlega til starfs-
fólksins sem yfirgaf húsið um
og upp úr miðnætti.
Ég hófst svo strax handa
við að fylla út skýrslur og ann-
að slíkt, bæði til að halda mér
vakandi og einnig til að bæla
örlítilli myrkfælni frá mér. Ég
tel mig hvorki vera ímyndun-
arveika né myrkfælna en það
var allt öðruvísi að vera í hús-
inu þarna um nóttina heldur
en á daginn. Nú voru allir sof-
andi og ég heyrði alls kyns
ókunnug hljóð, brak og bresti
sem ég hafði ekki heyrt áður.
Ég passaði mig samt á því að
láta ekki ímyndunaraflið
hlaupa með mig í gönur og
skammaði sjálfa mig í hljóði
fyrir að vera svona mikið
smábarn.
Ég beit svo á jaxlinn og fór
í eftirlitsferð niður í kjallar-
ann sem var stór og dimmur.
Hjartað sló örlítið hraðar en
ég áminnti sjálfa mig um að
ég væri nú orðin tvítug og ætti
því að haga mér í samræmi
við það.
Ég var fegin þegar ég hafði
lokið mínum verkum í kjall-
aranum og flýtti mér upp á
herbergisgangana til að at-
huga hvort þar væri ekki allt
eins og það ætti að vera.
Kaldur gustur
Það var allt með kyrrum
kjörum á herbergisgöngun-
um og hvergi sála á ferli. Ég
var á leiðinni niður í móttök-
una aftur þegar ég mundi allt
í einu eftir því að ég hafði ekki
farið upp á efstu hæðina. Ég
sneri því við og tók lyftuna
upp á efstu hæð. Þar var líka
allt í stakasta lagi nema hvað
mér varð alveg ískalt þegar ég
gekk framhjá einu herberg-
inu og ákvað því að fara nið-
ur og skoða loftræstikerfið.
Ég hef nú aldrei verið neitt
sérstaklega tæknilega sinnuð
og fann því ekkert athugavert
þegar ég skoðaði kerfið og
ákvað því að láta húsvörðinn
kíkja á það þegar hann kæmi
morguninn eftir.
Ég hélt mig það sem eftir
lifði nætur í móttökunni og
var bara harla ánægð með
sjálfa mig þegar starfsfólk
móttökunnar fór að týnast
inn um morguninn og ég gat
sagt nokkuð drjúgindalega að
það hefði nú ekki verið neitt
mál að sjá ein um hótelið um
nóttina. Ég lét svo húsvörð-
inn vita af loftræstingunni,
fékk mér morgunmat á hótel-
inu og dreif mig heim í hátt-
inn.
Óvæntir gestir
Næsta kvöld var ég talsvert
léttstígari þegar ég gekk inn
á hótelið því nú var ég farin að
þekkja hljóðin í húsinu og
vissi hvað ég átti að gera. Ég
taldi því að nóttin myndi
ganga átakalaust fyrir sig og
tók meira að segja með mér
bók að lesa, því ég hélt að ég
yrði nógu afslöppuð til að
sökkva mér niður í skáldsögu
á milli eftirlitsferðanna og
skýrslugerðanna.
Mér skjátlaðist hrapallega,
eins og síðar átti eftir að koma
í ljós.
Aldrei þessu vant var hót-
elið ekki alveg fullbókað en
ég bjóst ekki við að leigja nein
herbergi út enda óvenjulegt
að gestir bóki herbergi eftir
miðnætti í miðri viku.
En það óvænta gerðist, því
laust fyrir klukkan eitt komu
tveir menn inn, sennilega iðn-
aðarmenn af klæðnaðinum
að dæma, og pöntuðu her-
bergi. Þetta voru feðgar,
ósköp venjulegir menn á
ferðlagi, faðirinn um sjötu^t
og sonurinn um fimmtugt. Ég
sá ekkert athugavert við að
leigja mönnunum herbergi
svona seint að nóttu til, þótt
stundum þyki það grunsam-
legt, enda voru þeir ákaflega
kurteisir og virtust ekki lík-
legir til vandræða.
Mennirnir vildu fá eitt
tveggja manna herbergi í stað
tveggja eins manns herbergja
28
Vikan