Vikan - 05.09.2000, Blaðsíða 57
eru komnir í ágætt starf. Þetta
fólk treystir á að kostir þess
verði metnir af verðleikum og
að vinnuveitandi muni taka
vel eftir stundvísi þeirra og
samviskusemi. í sumum til-
fellum er það svo en á stór-
um vinnustað er oft ákaflega
erfitt að fylgjast með öllum og
sjaldnast taka yfirmenn eftir
öðrum en þeim sem gera mis-
tök. Þegar þannig háttar til
verður fólk sjálft að sjá til þess
að störf þeirra séu metin og
eftir þeim tekið. Þetta kann
að vera hægara sagt en gjört
í huga þeirra sem eru að eðl-
isfari uppburðarlitlir og
feimnir en ekkert er óvinn-
andi vegur. Hér á eftir koma
nokkur góð ráð um hvernig
vekja má athygli vinnuveit-
ands á því sem maður er að
gera vel.
1. Þegar haldnir eru fundir
með starfsfólkinu er sjálf-
sagt að láta skoðanir sínar
í ljós og benda á það sem
betur má fara bæði í starfi
og umgengni innan fyrir-
tækisins. Yfirmenn heyra
þá að viðkomandi starfs-
maður fylgist með og hef-
ur áhuga á að bæta ímynd
fyrirtækisins. Ástæðulaust
er að vera með málaleng-
ingar eða gera mikið úr
hlutunum, mun betra er að
vera stuttorður og gagn-
orður og alls ekki ásaka
einhvern einn. Tilgangur-
inn er eftir allt saman ekki
að koma af stað leiðindum
heldur vekja athygli á ein-
hverju sem betur má fara.
2. Þegar fólk er farið að kom-
ast inn í starf sitt uppgötv-
ar það oft að með því að
gera hlutina á annan hátt
má spara tíma og gera sitt-
hvað sjálfum sér til hag-
ræðis. I stað þess að gera
hlutina einfaldlega þannig
er ágætt að ræða fyrst við
yfirmanninn um hvað þú
telur að betur megi fara.
Hann veit þá að þú hefur
áhuga á starfinu, hefur
ágætt verksvit og vinnur
ekki hugsunarlaust eftir
skipunum.
3. í kaffi- og matartímum
skaltu gefa þig jafnt að yf-
irmanninum sem öðrum
samstarfsmönnum. Það
hjálpar meira en nokkurn
grunar að eiga þannig sam-
band við yfirmann sinn að
maður geti auðveldlega
spjallað við hann þegar á
þarf að halda.
4. Sýndu frumkvæði. Það er
tæplega hægt að hugsa sér
verðmætari starfskraft en
þann sem ekki þarf að
segja allt. Sá sem af eigin
frumkvæði tekur sér fyrir
hendur og gerir það sem
þarf verður alltaf mikils-
metinn. Taktu eftir hvort
geymslan í fyrirtækinu er
illa skipulögð og full af
drasli. Ef svo er byrjaðu þá
að laga til að eigin frum-
kvæði og gerðu það smátt
og smátt meðan lítið er að
gera við þín venjubundnu
störf. Sama er að segja um
hillur, skúffur eða eitthvað
annað innan fyrirtækisins
sem þú sérð að þyrfti að
betrumbæta.
5. Reyndu að vera sjálfstæð-
ur í vinnubrögðum og fyrst
á meðan þú ert að læra
starfið skaltu skrifa hjá þér
allt sem þú þarft að muna.
Safnaðu saman í litla hand-
bók upplýsingum um allt
sem þú þarft að muna,
skipanir á tölvunni, röð á
pappírum, hvað sé geymt
hvar o.s.frv. Handbókina
getur þú notað þangað til
þú ert búinn að ná fullu
valdi á starfinu og hún er
sömuleiðis ómetanleg síð-
ar til að fara yfir ýmislegt
til frekari glöggvunar.
Vikan 57