Vikan


Vikan - 05.09.2000, Blaðsíða 63

Vikan - 05.09.2000, Blaðsíða 63
Illlamman Spá Vikunnar % 4^ ** Hrúturinn 21. mars - 20. apríl Þú átt mjög auðvelt með að umgangast fólk og hefur góða hæfileika til að sætta menn núna. Þér líður mjög vel félagslega og nú ættir þú að huga að líkamlegu heilbrigði þínu, þú ert í góðri aðstöðu til að breyta því þér í hag. Nautið 21. apríl - 21. maí Þú ert loksins farin(n) að sjá út úr göngun- um sem þú hefur verið í lengi. Bjartari tímar eru fram undan í september en í ágúst og þú skalt fara að hlakka til. Tuíburinn 22. maí - 21. júní Þú átt eftir að breyta heimili þínu mikið í þessum mánuði og þú byrjar að skipuleggja það í þessari viku. Þú ert mjög róleg(ur) núna og lætur ekki koma þér úr jafnvægi. Krabbinn 22. júní - 23. júlf Loksins finnst þér þú geta um frjálst höfuð strokið eftir mikið vesen í bönkum eða við opinberar stofnanir. Þú getur átt góða helgi í vændum, sérstaklega ef þú velur góðan félagsskap. Ljónið 24. júlí - 23. ágúst Mörg Ijón eignast einhverja peninga óvænt og gleðjast mikið. Önnur fá annars konar gjöf. Englarnir standa við hlið þér núna! Meyjan 24. ágúst - 23. september Tækifærin skjóta upp kollinum alls staðar í kringum þig núna! Þú gætir að vísu þurft að hafa svolítið fyrir því að nýta þér þau, en það er svo sannarlega vel þess virði. Taktu sjénsinn! Vogin 24. september - 23. október Loksins, loksins fer að birta til í ástamálum voganna! September verður sérstaklega spennandi fyrir alla sem geta á annað borð hugsað sér að vera ástfangnir. Spenntu beltin! Sporðdrekinn 24. október - 22. nóvember Nú er kominn tími til að sinna vinum og ætt- ingjum og leyfa þeim að sinna þér. Þú ert að „mýkjast upp“ og munt njóta þess fram í fing- urgóma að finna að þú ert elskuð(aður). Bogmaðurinn 23. nóvember - 21. desember Hugsaðu stórt núna. Þú skalt ekki vera smeyk(ur) við að taka að þér stór verkefni eða mikla vinnu, þú ræður vel við það. Þú hefur ekki aðeins líkamlegan styrk heldur ert þú að eflast andlega. * ák Steingeitin 22. desember - 20. janúar Tíminn hefur flogið frá þér síðastliðna viku og þú ert hálfringluð(aður). Nú mun tilveran fara að hægja á sér og þú getur farið að sinna áhugamálum þínum og vinum eins og þú helst vild- ir. Vatnsberinn 21. janúar - 19. febrúar Láttu ekki skapið hlaupa með þig í gönur! Margir vatnsberar eru heldur tæpir á taugum þessa dagana og þreyttir eftir erfiða tíma en nú fer þetta allt að lagast. Þessi vika verður betri en sú síðasta og svo koll af kolli þennan mánuð. Fiskarnír 20. febrúar - 20. mars Þú ert farin(n) að njóta uppskerunnar af því sem þú sáðir. Þessi vika verður þer góð en þú ættir að nota hana til hvíldar. Ástin blómstrar hjá fiskunum og þeir eru rómantískari en nokkru sinni fyrr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.