Vikan - 05.09.2000, Blaðsíða 44
iasti kafli
Marc hafði birst rétt
áður en Annie fór á
sviðið. Annie fann
hvernig lifnaði yfir henni.
Hún hafði verið þreytt og nið-
urdregin og varla getað hugs-
að sér að koma fram. Um leið
og hún sá hann tók hjarta
hennar kipp og græn augun
ljómuðu þegar hann brosti til
hennar.
„Ég skal fylgja henni að
sviðinu," sagði hann við Phil
og Dí.
Þau litu á Annie en hún tók
ekki eftir því, það eina sem
hún sá var Marc.
Mótmælin dóu á vörum
þeirra. Þau kysstu hana og
óskuðu henni góðs gengis.
Hún smeygði sér í fang hans
um leið og þau voru komin út
úr dyrunum.
„Saknaðir þú mín?“
Hún þurfti ekki að svara.
Hann vissi hvernig henni leið.
Hún þrýsti sér að honum og
Marc settist með hana í fang-
inu á litla sófann í búningsher-
berginu og kyssti hana.
Á þessari stundu átti hún
auðvelt með að gleyma dekkri
hliðinni á sambandi þeirra,
draumunum, fortíðinni. Nú-
tíðin var það eina sem skipti
máli þetta augnablik í faðmi
hans.
„Syngdu fyrir mig einan í
kvöld,“ hafði hann hvíslaði.
Og það var það sem hún
gerði.
Hún söng af svo mikilli til-
finningu að strákarnir í hljóm-
sveitinni horfðu á hana í for-
undran og áhorfendur slepptu
algjörlega fram af sér beislinu.
Þetta voru bestu tónleikar
sem hún hafði nokkru sinni
haldið.
Eftir tónleikana var hún
með tárin í augunum, allir
vildu faðma hana að sér en
hún sá engan nema Marc.
Hún neyddist til að mæta í enn
eina veisluna og hún þráði
Marc allan tímann. Aftur var
það hann sem fylgdi henni úr
veislunni.
Núna voru allir farnir að
gera sér grein fyrir sambandi
þeirra. Strákarnir í hljóm-
sveitinni komu með alls kyns
athugasemdir og glottu til
hennar en bara þegar Marc
var ekki viðstaddur. Þeir voru
hálf taugaóstyrkir í návist
hans.
Díana sagði loksins það
sem henni lá á hjarta. „Er eitt-
hvað alvarlegt á milli ykkar?“
spurði hún hikandi. Ég spyr
vegna þess að hann er töluvert
eldri en þú og hann er... hann
er franskur.“
Annie hló. „Hvað meinar
þú með því? Auðvitað er
hann franskur en hvaða máli
skiptir það? Ég er sjálf hálf-
frönsk.
Dí varð hissa, hún virtist al-
veg hafa gleymt þeirri stað-
reynd. „Já, það er rétt, ég var
búin að gleyma því. En þú
hefur aldrei búið í Frakklandi
og-“
„Það breytir því ekki að ég
er að hálfu frakki. Þar fyrir
utan er Marc er aðeins tíu
árum eldri en ég. Það er alls
ekki svomikill aldursmunur.“
„En maður eins og hann
hlýtur að hafa átt í mörgum
ástarævintýrum."
„Ég veit allt um fortíð
hans,“ sagði Annie ákveðin.
„Þú yrðir hissa ef þú vissir
hvað ég veit mikið um hann.“
Mjög hissa, hugsaði hún
áhyggjufull með sjálfri sér.
„Þú hefur engar sannanir
fyrir því að hann hafi sagt þér
allt sem skiptir máli!“ sagði
Díana pirruð. „Þú hefur lifað
mjög vernduðu lífi og ég ef-
ast um að þú ráðir við að vera
í sambandi við mann eins og
hann.“
,Mér fer fram,“ sagði
Annie. Allt í einu fannst henni
þessar umræður fáránlegar og
gat ekki stillt sig um að skella
upp úr. „Dí, ég er tuttugu og
fjögurra ára gömul! Það er
kominn tími til að ég fái að
gera mín eigin mistök í friði.“
Diana vissi ekki hvað hún
átti að segja. „Þú ert allt í einu
svo breytt. Frá því við komum
úr brúðkaupsferðinni...“ Hún
þagnaði og virti Annie fyrir
sér alvarleg í bragði. „Annie,
tókstu það nokkuð nærri þér
að við Phil skyldum gifta okk-
ur?“
Annie hafði gert það, en nú
var það eins og aftan úr grárri
fornöld. Það skipti hana engu
máli lengur. Hún hristi höfuð-
ið ogbrosti til Dí. „Ég ermjög
hamingjusöm fyrir ykkar
hönd, ég sé að þið eruð ánægð
saman og það er frábært.
Auðvitað breytti það ýmsu en
ég held að það hafi verið kom-
inn tími til þess að gera ýms-
ar breytingar. Þið gættuð mín
svo vel að ég kunni ekki að
hugsa sjálfstæða hugsun. Nú
er ég að uppgötva ýmislegt
um sjálfa mig sem ég hafði
ekki hugmynd um.“
Díana virtist ekki alveg
sannfærð en henni tókst að
brosa á móti. „Það er gott,
Annie, en lofaðu mér að fara
gætilega. Marc Pascal er lífs-
reyndur maður en það sama
verður ekki sagt um þig. Við
viljum ekki að þú verðir fyrir
vonbrigðum. Kannski Phil
ætti að tala við hann, athuga
fortíð hans og ganga úr
skugga um það að hann sé
ekki giftur!"
„Hann er ekki giftur,“ sagði
Annie með áherslu.
Díana sendi henni skrítið
augnaráð. „Annie, það getur
vel verið að hann hafi sagt það
en hann gæti verið að segja
ósatt. Þú ert nýbúin að kynn-
ast honum og veist ekki hvort
þér er óhætt að treysta hon-
um. Þú hefur aftur á móti
þekkt Phil í mörg ár og veist
að þú getur treyst honum."
„Já,“ svaraði Annie, ekki
alveg eins örugg með sig.
„Leyfðu Phil að grennslast
fyrir um hann,“ sagði Díana
biðjandi. „Það er aldrei hægt
að vera of varkár.“
Annie hikaði en kinkaði
svo kolli. „Gott og vel.“
Hún var vön að láta Phil sjá
um allt og treysti honum. En
hún gerði sér grein fyrir því að
hún hafði breyst mikið undan-
farnar vikur og orðið sjálf-
stæðari eftir að hún kynntist
Marc. Hún velti því fyrir sér
hvort hann einn hefði haft
þessi áhrif á hana.
„Ekki láta hann koma upp
á milli okkar,“ sagði Díana
biðjandi. „Þú hefur unnið
með Phil í öll þessi ár og það
er óréttlátt að láta ókunnugan
mann koma upp á milli ykk-
ar einmitt núna þegar allt
bendir til að þú sért að öðlast
heimsfrægð."
„Ég myndi aldrei gera það,“
sagði Annie.
„Marc gerir allt sem hann
getur til að komast upp á milli
ykkar,“ sagði Díana stuttara-
lega. „Hann er enginn bjáni.
Um leið og þú ert orðin
heimsfræg rakar þú inn millj-
ónum. Ég er viss um að í hans
huga sakar það ekki.“
„Marc er alls ekki þannig!“
mótmælti Annie.
„Þú getur ekki verið viss um
það,“ sagði Dí. Það var rétt.
Hún hafði aðeins þekkt Marc
í nokkra daga. Hafði Díana
rétt fyrir sér? Hafði hann bara
áhuga á peningunum hennar?
„Haltu honum í fjarlægð þar
til Phil er búinn að grennslast
fyrir um hann,“ sagði Díana
biðjandi. Annie kinkaði kolli
treglega.
„Gott og vel. Við erum
hvort sem er að fara frá
Frakklandi. Ég efast um að ég
komi til með að sjá mikið til
hans á næstunni."
Phil hringdi í nokkra aðila.
„Það lítur út fyrir að Marc sé
heiðarlegur og feli enga
drauga í fataskápnum. En við
44
Vikan