Vikan


Vikan - 05.09.2000, Blaðsíða 29

Vikan - 05.09.2000, Blaðsíða 29
þar sem tveggja manna her- bergið var ódýrara en tvö eins manns herbergi og þegar þeir höfuðu bókað sig inn héldu þeir til herbergisins. ðruænting og hræðsla Ég bjóst því við að nóttin yrði tíðindalítil eftir þetta og sneri mér að skýrslugerðinni. Eftir að hafa farið niður í kjallara og eina eftirlitsferð um herbergisgangana kom ég mér fyrir í móttökunni aftur og minnti sjálfa mig á að tala aftur við húsvörðinn vegna þess að ég hafði aftur fundið fyrir miklum kulda fyrir fram- an eitt herbergið á efsta gang- inum. Ég var mun rólegri heldur en fyrstu nóttina og ákvað að sökkva mér bara niður í bók- ina sem ég hafði meðferðis og hafa það náðugt. Ég hafði hins vegar ekki lesið nema nokkrar síður þeg- ar ég heyrði ógurleg hræðslu- öskur og mikil læti sem bárust niður stigana. Ég hrökk í kút og bjóst við að einhver gest- anna hefði slasað sig og stóð upp til að athuga málið. En áður en ég komst út úr mót- tökunni kom maður á nær- buxunum einum fata hlaup- andi niður stigann, framhjá móttökunni og út á götu. Hann öskraði alla leiðina út og mér sýndist hann vera grátandi. Ég sá að þetta var annar maðurinn sem hafði komið inn seint um kvöldið, nánar tiltekið sonurinn. Ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð og var alveg logandi hrædd. Hvað átti ég að gera við há- grátandi, fullorðinn mann sem sat á nærbuxunum fyrir framan hótelið? Það fyrsta sem mér datt í hug var að hringja í lögregluna en ein- hverra hluta vegna hætti ég við það. Maðurinn virtist ekki vera hættulegur eða drukkinn heldur bara í mikilli geðs- hræringu. Ég beit því á jaxlinn og fór út með teppi handa mannin- um og spurði hann hvað gengi á. Hann andaði ótt og títt og staulaðist inn í móttökuna með mér. Hann sagði að hann yrði að fá annað herbergi því það væri svo mikill umgangur í herberginu. Ég áttaði mig fyrst ekki á því hvað hann var að meina, hélt að pabbi hans héldi fyrir honum vöku en eftir smástund sagði hann að honum fyndist sem einhver hefði lagst ofan á sig og hann hefði ekki getað hreyft sig. Maðurinn var að tala um draugagang! Óhamingjusöm sál Ég vissi ekki hvort ég átti að hlæja eða gráta. Mannin- um virtist vera full alvara og hann harðneitaði að fara upp í herbergið aftur og sagðist ætla að sofa í sófa í móttök- unni því hann þyrði ekki upp aftur. Ég var alveg miður mín og ætlaði að fara að hringja á lögregluna en mér til happs mættu ræstingarkonurnar alltaf um miðja nótt og þegar þær komu sagði ég þeim frá manninum. Þær vorkenndu mér og komu með mér upp í móttökuna og í sameiningu tókst okkur að sannfæra manninn um að fara upp á herbergi, en þó ekki sama herbergið heldur annað her- bergi sem var autt. Mér var óglatt og leið illa það sem eftir lifði nætur og var ákaflega fegin þegar starfsfólk móttökunnar mætti um morguninn. Ég sagði þeim frá því hvað hefði gerst og það spurði mig strax hvort þetta hefði verið herbergi með einu ákveðnu herberg- isnúmeri. Ég játti því undr- andi og áttaði mig um leið á því að það var þar fyrir fram- an sem loftræstingin var biluð og kuldinn alveg ógurlegur, eða var þetta kannski ekki loftræstingin? Starfsfólk móttökunnar sagði mér þá að það hefði maður látist í þessu herbergi fyrir nokkrum árum með vof- veiflegum hætti og sumir gest- ir sem gist hefðu í herberginu eftir að þetta gerðist hefðu haft orð á því að þar byggi óhamingusöm sál. Það er skemmst frá því að segja að ég vann sem nætur- vörður í nokkrar nætur á eft- ir, ég bara varð að standa mig, en sem betur fer átti ég góð- an kærasta sem sat hjá mér í móttökunni allar nætur eftir það jafnvel þótt hann væri að fara í vinnu daginn eftir. Ég er frekar jarðbundin að eðlisfari og trúi yfirleitt ekki á yfirnáttúrulega hluti. Ég veit í raun ekki enn þann dag í dag hvort eitthvað yfirnátt- úrulegt átti sér stað þessa nótt, en þótt ég sé ekki viss held ég að ég myndi að minnsta kosti ekki vilja sofa sjálf í þessu herbergi. Lesandi seqir Gunnhildi Lily Magnúsdóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni meö okkur? Er eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þinu? Þér er vel- komið að skrifa eða hringja til okkar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. I lciinilisfungiit cr: Vikiin - „l.ífsrcvnsliisuj;;!", Scljuvcgur 2. 101 Rcykjiivík, V ilunn: vikun@f'rodi.i.s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.