Menntamál - 01.02.1927, Blaðsíða 10

Menntamál - 01.02.1927, Blaðsíða 10
MENTAMÁL 5« Um Dalton-skóla- Er jeg hóf för mína til Englands, haustiiS 1925, haföi jeg nieöal annars í hyggju aö kyunast hinum svonefndu Dalton- skólum. í Mentamálum hefir veriö lýst allítarlega höfuödráttum i þeirri kensluaöferö, sem þar er viöhöfö, — Dalton Plan, — eins og frá henni hefir veriö greint i Dók ungfrú Parkhurst: ,,The Education on the Dalton Plan“, og fleiri bókum. Um kensluaöferö þessa hefir margt veriö ritað og rætt, og ryöur hún sjer til rúms víða i Englandi og Bandaríkjunum. Einnig mun hún vera notuð víöa annarsstaöar, meö ýmsum hreytingum, eftir staöháttum. Þykir mörgum kennurum hún einkar hagfeld og notagóö, en þó eru ýmsir henni mjög mót- fallnir. T.ýtur hún því sania dómi og aörar nýjungar, og verö- ur aukin og endurbætt, eftir því sem reynslan kennir mönn- um aö nota hana. I þeim fjórum liorgum, sem jeg dvaldi í, sá jeg einn og tvo TDalton-skóla i hverri. Nemendur voru venjulega frá 10—16 ára að aldri. Skólar þessir virtust mjer talsvert ólikir, þó aö sama kenslu- aöferð væri notuð i þeim öllum. I sumum unnu allir nemendur frá 10 ára eftir Dalton-aðferö, en i öörum einungis stúlkurnar. Nokkrir skólar notuðu hana eigi nema i tveimur efstu bekkjunum, og i einum skóla, sem jeg kom í — East-Oxford Scbool, Oxford, — var öllum beztu nemendum skólans frá 8—14 ára aö aldri, um 40 alls, safnaö saman í einn bekk. Þótt þar væri kent eftir Dalton-aðferð, var þó gengiö öllu lengra i frjálsu vali námsgreina í hverri kenslustund. Engin lesskrá samin. Kennarinn aöeins leiösögumaöur eöa leiðbein- andi, þá er i nauðir rekur. Auövitaö leiörjettir hann ritgerðir. stíla og reikningsdæmi.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.