Menntamál - 01.02.1927, Blaðsíða 15

Menntamál - 01.02.1927, Blaðsíða 15
MENTAMÁL 63 i vikukafla. Ýmsir telja, aö áhugi og vinnuþrek lamist, ef þeim er sagt aö læra svo mikiö, aö nema mundi t. d. mánaöar vinnu. P.ö aö kappgirnin væri mjög efld í þessum bekkjum, þá gætti þess eigi í samlyndi drengja. Heiöur aö góöum fjelaga og duglegum nemanda, í hvaöa flokk, sem honum hefir veriö skipaö. Mjer virtist samt, þeir hafa þaö hugfast, aö veröa aö sem mestu liöi i flokki sínum. Þeir kendu ábyrgöar, sem á ]>eim hvíldi gagnvart honum, og ]>ar af leiöandi h u g s u ö u ])eir meira um störf sín en margir nemendur, sem kent er á annan hátt. Jeg hygg aö þeim háfi veriö Ijósara þaö gagn og sá heiður, sem flokknum mætti veröa aö þeim, heldur en þeirra eigin ávinningur af náminu. Samstarfiö, ])á er hver gat þó notiö síns ágætis, haföi heilla- rík áhrif á skapgerð þeirra, treysti viljaþrekíð og eíldi bróöur- huga. Þá er þess er gætt, aö margir ])essara drengja eru komnir af lítt upplýstu og fátæku fólki, þá fundust mjer verk þeirra og alt hátterni fyrirmynd. Það hygg jeg lika, að um langt skeiö hafi ríkt góöur „andi“ í skólanum. Þess verður fljótt vart, en eigi sízt, þá er maður er gestur. Hin 1)ezta samvinna var meðal kennara; svo mæltu þeir hver til annars. Prúðir og nærgætnir viö nemendur, og áhuga- samir um velferð þeirra i framtíðinni. Þaö er mjög auðvelt fyrir enska kennara aö taka Dalton- aðferð upp í s'kóla sínum, aö þvi leyti, aö nóg er til af fjöl- breyttum kenslubókum. Allir alþýöuskólar eru birgöir að þeim, nemendum aö kostnaöarlausu; svo er einnig viö suma æöri skóla. Auk þess eru skólarnir allflestir i sambandi viö bóka- söfn borganna, og geta fengið þar hvaöa bækur, sem þeir vilja, lianda nemendum sínum, til að lesa og nema. Á líkan hátt og hjer hefir lýst veriö, mun vera ráö aö nota nýjar kensluaðferðir, sem 1)erast hingað aö strönd. Laga þær eftir staöháttum og kringumistæöum, en varpa þeim eigi frá sjer sem ónothæfum, þó aö ýmislegt sje í þeim, sem ófram- kvæmanlegt sje hjer aö fylgja.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.