Menntamál - 01.02.1927, Blaðsíða 13

Menntamál - 01.02.1927, Blaðsíða 13
MENTAMÁL 61 Námsefni er þannig skipa'S ni'Sur, a'S vissir kaflar eru lærSir hverja viku í öllum námsgreinum. ViSfangsefni eru eigi stærri eSa torveldari en þaS, aS meSalgreindir neinendur fá þeim lokiS á þessum tíma. Flestir nemendur þessa skóla var mjer sagt aS næSu efstu bekkjum. Þá er kensla hefst á haustin meS þessu „nýja lagi“, eru náms- kaflarnir stuttir og auSveldir, fyrstu vikurnar. En tekiS hafa kennarar eftir því, a'S skjótt vex dugur og flýtir hjá nem- endum aS leysa úr verkefnunum, þá er vikurnar iíSa. Munar þaS mjög rniklu í byrjun og lok skólaársins. í skólum eins og þessum, þar sem nemendur starfa mjög á eigin spýtur, er þeim mest þörf á hjálp, þá er þeir eru aS komast af sta'S í ýmsum námsköflum. Einnig vill þaS brenna viS, aS þeim veiti örSugt aS greina aSalatriSi frá aukaatriS- um. Þess vegna er þarna höfS sú regla, aS hafa eina stund munnlega í hverjum vikukafla, í öllum námsgreinum. Þykir JiaS gott til þess aS skýra höfuSdrætti efnisins, og hjálpa nem- endum til aS ná betri tökum á því, en ella myndi verSa, þvi aS reynzlan hefir sýnt, aS þaS fer stundum í handaskolum. Annars er öllum nemendum leiSbeint á öSrum tímum, ef nauS- syn krefur. Þá er nemendur hafa lokiS vikuforSa sinum áSur en vikan er útrunnin, er þeim heimilt a'S leggja stund á hverja þá námsgrein, sem þeim er bezt aS skapi, unz næsta vika hefst. HiS fasta vikuverk er miSaS vi'S, aS þeir nái hinni lög- skipu'Su Jiekkingu. NokkuS er þaS misjafnt, hvaSa námsgrein er valin í þess- ari aukavinnu, en þó munu þessar algengastar: MóSurmáliS, reikningur, landafræSi og náttúrufræSi. Mér þótti eftirtektar- vert, hve enskir drengir voru sólgnir í aS læra landafræSi og eSlisfræSi. Þá fýsir marga ,,út“, og einnig aS ver'Sa góSir iSnaSarmenn. Allir nemendur, sem hafa lokiS verki sínu á tilskildum tíma, fá eitt „mark“, sem kallaS er. Hver flokkur hefir bók, og merkir foringi flokksins viS hvern dreng, er hann hefir lokiS sínum skamti. Þannig helst kapp milli flokkanna, því aS til-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.