Menntamál - 01.02.1927, Blaðsíða 27

Menntamál - 01.02.1927, Blaðsíða 27
MENTAMÁL 7 5 faranna. Þessi maður var Grundtvig, sem nú er kalla'öur faöir dönsku lýöskólastefnunnar. Sjötiu ár samfleytt vann þetta and- lega tröll þjóð sinni. Hann trúði á endurreisn og glæsilega framtiö þjóöarinnar. Hann beitti ýmsum rá'öum til aö vekja hana af dvala. En lengi vel svaf fólkið of fast til að heyra rödd hrópandans. Hann hóf vakningu sína með því að þýða rit Snorra og Saxa, en komst brátt á þá skoðun, aö bækur væru ónógar. Skólahugmyndir Grundtvigs eru nokkuð á reiki framan af. En eftir júlíbyltinguna (1830) og í Englandsför hans skýrð- ist málefnið og nýjar leiðir opnuðust honum. Meðan hann var í Englandi hafði götulíf Lundúnaborgar meiri áhrif á hann heldur en bækurnar á „British Museum". Hið fjörmikla lif í borgum Englands, áleit hann frelsinu að j)akka. Eftir J)að barðist Grundtvig fyrir frelsi rikis, kirkju og skóla. Hahn vill kenna jijóö sinni að elska guð, náungann og föðurlandið. Lýð- skólahugmyndin fæðist og fær fylgi. Skólinn sje fyrir ung- linga, og án prófs. Saga og móðurmál sjeu aðalnámsgreinar, og kenslan fari fram í vekjandi fyrirlestrum. Grundtvig taldi unglingana bezt fallna til j)ess að taka við fræðslu. Og við jrað miðast jafnan skólahugmyndir hans. 1814 setti danska rikið á stofn barnaskóla og lögleiddi skóla- skyldu fyrir öll börn. Grundtvig lætur sig barnaskólana nokkru skifta. Skólinn verður að beygja sig fyrir eðli og Jiörfum barnsins. Það er ekki hægt að æjtlast til meira en jtess,, er i mönnum býr. Við jtað ber að miða kensluna. Utanað lærdóm- ur má ekki viðgangast. Maðurinn er enginn api. Hann lærir ekki að tala og skrifa fyrir sjálfan sig, með þvi að læra ann- ara orð utan að, og skrifa eftir forskrift. Vanalegar kenslu- bækur kærir hann sig ekki um. Sá skóli er dauður, sem byrj- ar á Itókstaf og endár með bókviti. Kenslan skyldi vera munn- leg, án bóka. Börnin vakin með frásögn og viðtali. Guð gefur vöxtinn. „Jeg óska ]tess,“ sagði Grundtvig, „að gamli skólinn líði undir lok og antiar nýr fæðist. Gjör jtú oss nýja frá hvirfli til ilja“.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.