Menntamál - 01.02.1927, Blaðsíða 18

Menntamál - 01.02.1927, Blaðsíða 18
66 MENTAMÁL stofan er kölcl og óvistleg. Kennarahoröi'ö hásæti. Kennarinn drotnari, sem býöur og skiipar. Börnin autSmjúkir þegnar, sem eiga að hlusta, ])egja og hlýöa. Lesa samkvæmt fyrir- skipuöum lesskrám á fyrirskipuðum tima, öll í einu, sömu námsgrein í sama loftslagi. Skrifa stila eftir leiöarvíisum, gerðum af lærðum mönnum, sem ef til vill aldrei hafa um- gengist l)örn. Sannarlega eru þetta reifar, sem ríöa mörg- urn aö fullu. Gáfuöu börnin fá ekki nóg aö gera. Skólinn missir traust þeirra. Treggáfuöu börnin fylgjast ekki meö og tapa áhuga og kjarki. Síðustu leifar ná'msáhugans eru deyddar. Nýi skólinn vill losa um þessar reifar. Barniö er vaxandi einstaklingur, gætt ákveðnum, skapandi gáfum og vilja. Eðli þess á að fá að njóta sín. Þaö á að fá að vera barn. Vjer eigum að leiða það, en ekki lama með ófrjálsum böndum og lioöum. Skólastofan á aö vera eins og heimili. Kennara- borðiö aö hverfa. Kennarinn á að koma niður til barnanna og ekki aö segja eins og Loövík 14.: „Ríkið, það er jeg“, held- ur: „Skólinn, það erum við ö 11‘“. Lexíunám á aö hverfa, sjálfstarf að aukast. Börnin eiga ekki einungis að læra, heldur aö lifa. „Skólinn á ekki að vera undirbúningur undir lifiö, heldur lífið sjálft. Fyrst er aö sinna hinni náttúr- legu hvöt. Maðurinn getur ekki brotiö í bága við náttúru- lögmálin, ekki heldbr lögmál sálarinnar. Skólinn þarf aö kynnast þessum lögum og viröa þau. Afla sjer reynslu um aðferðir og ráð, til þess að hjálpa barninu aö þroskast, eign- ast siöferöisþrek og ákveðna skapgerö, æfa dómgreind þess, hugrekki og þolgæöi. En hvernig má þetta verða? Barniö veröur aö fá aö beita gáfum sínum, æfa sig, efast og ákvaröa. Taka ekki sigurgleðina frá því. D ó m. g r [e i n <d barnsins þ'roska jt meö því aö láta þaö sjálft leysa viðfangsefnin. Hugrekkið stælist með því að gefa því tækifæri til að vinna smásigra. Ósigrar eru og uppalandi. Af þeim lærir barnið að þekkja takmörkun sina og vera þakklátt fyrir hjálp.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.