Menntamál - 01.02.1927, Blaðsíða 12

Menntamál - 01.02.1927, Blaðsíða 12
6o MENTAMAL don. Benda þeir venjulega á einhverja beztn skólana, ef um heimsókn er a'ð ræða. Tíu bekkir eru í skóla þessum, en Dalton-a'öferð notuö ein- ungis í tveimur hinum efstu. í þeim bekkjum eru því nem- endur venjulega frá 12—14 ára að aldri, alt saman drengir. Bekkjakensla er í öllum skólanum. Skólastjórinn sagöi mjer, aö kennararnir í þessum tveimur bekkjum væru afl^ragö. Hann heföi því viljaö gefa þeim tæki- færi til aö sýna enn þá betur hæfileika sína, og nota þessa frjálsu kenslu. Má af þessu marka, aö mjög ráöa hæfileikar kennaranna um árangur kenslunnar, eins ])ó aö Dalton-aðferö sje notuö. Um 40 nemendur voru í hvorum þessum bekk. Lögskipaö er, aö eigi megi vera fleiri en 60, og er það æriö nóg, og varla dæmi um slíkt þar nú. Skifta þeir hvorum bekk í fjóra hópa meö tíu i hverjum. Nefna þeir þaö: „Teams of Houses“. Slík flokkaskifting er mjög tiö í iþróttum viö ýmsa, - jeg held flesta, - enska skóla. bæði æðri og lægri. En þarna var það i bóknámi líka. Hver ílokkur hefir sinn lit og merki. Helga þeir merki sitt ein- hverjum frægum hershöfðinga, landkönnunar- eöa stjórnmála- manni úr sögu Englands. Nöfn þeirra Nelsons, Wellingtons og Raleigh’s, eru oft kosin af flokkum þessum. Nemendur lesa sögu átrúnaöargoös flokks síns með miklum áhuga, og hafa á oröi, aö gaman sje aö líkjast þeim aö lireysti og manndáð. Engin Ioforö fara samt fram, er þeir skipa sjer undir merki sitt, eins og sagt er aö títt sje meðal þýzkra stúdenta viö suma háskólana þar, þá er þeir taka við litqm sínum. Hver flokkur kýs sjer íoringja. Valinn er oftast bezti nem- andinn í flokknum. Gott þykir einnig, að hann sje vel íþrótt- um búinn, sem andlegu atgervi, og sje á allan hátt fyrirmynd flokksbræðra sinna. Heldur hann bók um drengi í hans flokki, dagfar þeirra og ástundun, meðan þeir eru i skólanum. Kosinn er foringi fyrir eitt skólaár í senn.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.