Menntamál - 01.02.1927, Blaðsíða 4

Menntamál - 01.02.1927, Blaðsíða 4
52 MENTAMÁL i n g u. Stofninn er sá hluti orðs, sem eigi breytir mynd, þótt or'öiö beygist (nema aö því leyti sem hljó'öl)reytingar veröa í stofni og brottfall stundum). Þaö eru þá beygingarendingarn- ar, sem breytast í beygingunni, — þegar orðið breytir afstööu sinni viö önnur orð. Og eigi þarf lengi að leita, til þess að finná það lögmál, aö beygingarending bætist aldrei viö aöra beyg- ingarendingu, heldur bætist jafnan ný ending við stofninn i hverri beygingarmynd, eða þá að beygingarmyndin er ending- arláus (stofninn einn saman). Ef nemanda lærist að þekkja beygingarstofn oröa, opnast í sama bili leið til þess, aö hann geti gert sjer rökstudda grein fyrir því, hvort orðmyndir eru rjettar eöa eigi. Sje hann í vafa um það til dæmis, hvaða mun- ur er á orðunum maður og m an í eignarfalli eintölu, leit- ar hann eftir gefinni reglu uppi stofn beggja orðanna : m a n n og m a n. Jafnframt er honum ljóst, að eignarfallsendingin er -s í báðuni orðunum. En þá er þrautin unnin. Nemandinn get- ur sannað stafsetningu þessara beygingarmynda : m a n n s og m a n s. Ef nemanda eru kendar reglur um það, hvar beygingarstofn oröa sje aö finna, öðlast hann furðu fljótt leikni í að beita þeim reglum í þarfir stafsetningar. Og honum lærist einnig aö finna og niuna, hvaða endingar orðin fá. En þekki hann stofn og endingu hverrar afstööumyndar orðsins, veit hann með sannindum, hvernig orðið skal rita. Hjer verður með nokkrum orðum vikið að hinum1 helztu reglum, sem jeg hefi notað. I. Beygingarending bætist aldrei við aðra beygingarendingu. Dæmi: hest-ur, hest-i, hest-s, hest-ar. II. Við beygingarstofn bætast allar beygingarendingar. Dærni: mann-i, mann-s; víði-r, víöi-s, víÖ(i)-ar; nál-ar, nál- um; man-s, skip-s, skip-a; tím-i, tím-a; tung-a tung-na; hjart-a, hjart-na; — svart-ur, svart-ri, svört-u, svart-ari, svart-astur; lang-ur, leng-ri, leng-stur; — hin-ni, hin-s, hin-um; — les-a, lás-um, les-inni, skrif-a, skrif-aði, skrif-aður; slepp-a, slepp-ti, slepp-t; — fyr-r, fyr-st; ver-r, ver-st.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.