Menntamál - 01.02.1927, Blaðsíða 14

Menntamál - 01.02.1927, Blaðsíða 14
Ó2 MENTAMÁL kynt er bekknum í lok hverrar viku, hvaða flokkur hefir „sett flest mörk“, því að við ber, að sumir némendur fá ekki lokið starfi sinu í tæka tíð. Einnig er tekið tillit til flýtis viS merkja- gjöfina. Heimanám er yfirleitt fremur lítiS í enskum alþýðuskólum. í þessum skóla var þaS þó nokkuS. Haldnar eru bækur um þaS líka, og hefir hver flokkur sína hók. Þykir fremur leitt að láta eigi sjást neitt eftir sig i þessari hók alla vikuna. Kem- ur því á alla að vinna ögn, eftir því sem heimilisástæður og annar aSbúnaður leyfir. í bókum þessum ægir ýmsu saman: teikningum, ritgerSum, reikningsdæmum o. fl. Ein þessara bóka var send til Þýskalands. Kennari frá Ham- liorg, sem heimsótti skóla þennan rjett á undan mjer, hafSi t'engiS hana meS sjer, til þess aS sýna þessa heimavinnu (free work) í ýmsum skólum borgarinnar. Jeg sá líka eínmitt brjef, skrifaS á ensku, frá þýzkum börnum, þar sem þau þökkuSu hinum ensku fyrir lániS á bókinni, og lofuSu þau mjög fyrir vinnuna. Margir kennarar frá Þýzkalandi höfSu heimsótt skóla þennan 2—3 síðustu árin. Þeir, sem vita hvernig Dalton-aSferS er variS, sjá, aS lýsing’ ]>essi á eigi viS reglulegan Daltonskóla, enda nefndu kennar- arnir þetta ummyndaSa eða breytta „modified" Dalton-aSferS. Svona er því hagaS í ýmsum skólum, sem taka upp þessa kensluaðferS og aSrar nýjar. Þeim er breytt og þær lagaðar eftir því, sem bezt á við á hverjum stað. Reynzlan er oftast látin skera úr, hvaS heppilegast er, en engin „rjetttrúnaðar-stefna“ rikir eSa ræSur á þessum sviSum. Eftir þvi sem jeg veit bezt, eru kennarar, 1)æSi i Englandi og Þýzkalandi, mjög frjálsir í vali sínu um kensluaSferSir. Gæzlumenn skólanna athuga árangur kenslunnar á ýmsan hátt allnákvæmlega, og sje hann ákjósanlegur, þá er auðvitaS alt gott. Er komiS var inn í kenslustofurnar i þessurn skóla, sem jeg hefi nú veriS að lýsa, tók maSur fljótt eftir því, hve kapp- samlega nemendur unnu. Því mun flokkaskiftingin hafa valdiS nokkru um, og eins hitt, aS ]rvi sem lærast skyldi, var skift

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.