Menntamál - 01.02.1927, Blaðsíða 20

Menntamál - 01.02.1927, Blaðsíða 20
68 MENTAMÁL rækni barnsins og' leiöa hana á þroskabraut. Þetta er hlut- verk skóla og heimila. Börnunum er oft þröngvaS til hlýSni meö þrælsótta, i staöinn fyrir a'ö leiöa þau til hlýöni, meö þvi aö vekja og uppala skyldutilfinningar þeirra. ,/Ytxi nauö- ung er koddi samvizkunnar". Hjer á árunum voru ungbörnin þjettvafin í reifar, svo aö þau gátu hvorki hreyft legg nje liö. Segja má, aö þetta sje enn þannig í skólum, aö vísu á annan hátt. Nýi skólinn vill vefja reifarnar af barninu, láta kennarann vera meöal þeirra, síleiöandi og siskapandi. Barniö ti aö vinna sjálft, því aö vöxtur vits og annara sálargáfna liggur um hendurnar. — Heróp nýja skólans er gamla krafan um frelsi og jafnrjetti. Þaö, sem beztu menn mannkynsins hefir dreymt um og viö viljum reyna aö gera aö veruleika. Eitthvaö á þessa leið var andinn í ræöu Egebergs. Glode Olsen, kennari i tilraunabekkjunum í Vanlöse- skóla, talaði um hagnýtingu skólanýjuuganna. í Vanlöse-skóla eru smábörnin í tilraunabekkjunum í fjög- ur ár, frá 6—io ára aldri (i.—4. bekkur). Þar eru kenningar þær, er Egeberg, kennari, skýröi frá, teknar i þjónustu reynsl- unnar. Ber alt þess svip. Skólastofan er eins og heimili. Mynd- ir eru á veggjum, blóm á borðum, gefin af foreldrum. Borö og stólar eins og boröstofuhúsgögn, viö barna hæfi. Skúffur í boröunum fyrir hvert barn og blekbyttur á boröunum, sem hægt er að loka. Hjer um bil átta börn geta setið við hvert borð, — alt í kring um það. Kallast þaö fjölskylda (Familie). Kenn- arinn hefir vanalegt borð. Töflur eru á öllum veggjum, í hæfi- legri hæö (um 1 m.). Hillur eru yfir töflunum og þar geymt ýmislegt, sem börnin hafa gert. Á veggnum hangir póstkassi og klukka, stórt dagatal og sparikassi. Efniö er margvíslegt: Smíðaborð með allskonar smiöatólum, leir til að móta úr, bast til aö búa til ýms áhöld, pappír til að klippa, band til að prjóna, efni til að sauma, ritblý og litkrít, því að þarna er skrifað og krítað liöugt. Montessori-áhöld og önnur, þau er hafa gerö verið í Dan-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.