Menntamál - 01.02.1927, Blaðsíða 11

Menntamál - 01.02.1927, Blaðsíða 11
MENTAMÁL 59 í þessuni skóla fóru fram nokkurskonar próf eftir hverja þrjá mánu'öi (term). Til eru Dalton-skólar, sem liafa yfirheyrslu í lok hverrar viku. Þykir það gefast vel, auka vandvirkni og skerpa athug- un nemenda. Hefir þessi aöferö sprottiö af því, aö sumir nem- endur vilja hlaupa á hálfgeröu hundavaöi, ef þeir eru langan tíma algerlega sjálfráöir um störf sin, en svo má heita, aö þeir sjeu í sumum Dalton-skólum. Margir enskir kennarar, sem jeg átti tal viö, töldu kenslu- aöferð þessa eigi upprunna í Ameríku, heldur heföi hún veriö kunn og notuð í Englandi árum saman, áöur en ungfrú Park- lnirst gaf skýrslu um reynzlu sína í þessu efni. í Englandi heföi aöferöinni aöeins ekkert nafn veriö fengiö, og ekki skap- aö fast form fyrir henni. Jeg ályktaöi líka oft, er jeg kom í suma aöra skóla, aö hjer væri Dalton Plan iökaö. Haföi jeg stundum orö á þessu viö kennara, en þeir kváöu að svo væri ekki, og vildu lítið um þessa kensluaöferð ræöa. Sumir mæltu harðlega á móti henni; hún var eigi meira en svo í hávegum hjá þeim, eöa þeir höfðu eigi kynt sjer hana að neinu ráöi. Sannleikurinn er nú samt sá, aö starfsaðferð er mjög Hk aö ýmsu leyti í enskum barnaskólum, bæði þeim, seni nota Daltonaðferö og hinum, sem ekki hafa tekiö hana upp. Þeir eru allir samtaka í því, að láta nemendur vinna sem allra mest sjálfa, tneö leiösögti kennaranna, og kenslubækur eru þann veg samdar, að þessi aðferð er framkvæinanleg meö hægu móti. Allminnisstæöur er mjer skóli einn í London, er jeg koni i. Hann stendur í Austur-London, E. i. Kunnugt er, aö þar býr eigi auðugt fólk. Þó mun rneira á orði höfö fátækt og menn- ingarleysi manna þar, nú á timum, heldur en satt reynist, ef t séö er með eigin augum, að minsta kosti virtist mér svo, og fór jeg þar oft og vitt um. Samt geri jeg ráð fyrir, aö í ýms- um skólutn á þessum slóðum sjeu börn frá fátækari heimilum en þau, er sóttu þennan skóla. Jeg heimsótti hann eftir forsögn fræðslumálastjórans í Lon-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.