Menntamál - 01.02.1927, Blaðsíða 21

Menntamál - 01.02.1927, Blaðsíða 21
MENTAMÁL 69 mörku, em notuö við lestur, skrift og' reikning. Má t. d. nefna teningsspil eitt, er æfir í að telja og reikna, en er þó leikur um leið, og „Gulu lestraröskjurnar" (Billeder og Tekster, af Margrete Marstrand). Lagardýrahylki, með lifandi lagardýr- um í, stendur á einu borði. Vekur það mjög athygli barnanna. Börnin eru vanin á að láta áhöld og efni á sinn vissa staö, og leidd til skilnings á skyldum símum í skólanum og heima. Stúlkur og drengir eru saman, 38 í bekk og fjórar stundir í skólamún á dag. Engin stundatafla. Þegar börnin koma í skól- ann, byrjar oftast nær frjáls vinna, eftir að börnin hafa sungið. Stundum er þó starfað að ákveðnu, t. d. skrift. En þau mega ráða hvað þau skrifa. Drengir vilja frekar smíða en skrifa, stúlkur sauma en lesa. 1 1. bekk er mikið teiknað og mótað. í öðrum bekk skrifast þau mikið á. Póstkassinn er opnaður á hverjum morgni. Slíkir kassar hafa smitað, og tíðkast nú i öllum liekkjum Vanlöse-skóla. Þá er og' unnið mikið úr trje og basti. Búnir til margskonar hlutir. Hlaupa sum í byrjun frá einu og í annað, en fá stefnufestu með starfsáhuganumogvinnu- gleðinni. Hjálpa börnin oft livert öðru og starfa í flokkum. Ein telpan prjónar, en leiðbeinir jafnframt við lestur. Útigöng- ur eru tíðar, fara börnin þá í leiki og hafa ýmsar líkamsæfing- ar, auk þess sem þau kynna sjer jurta og dýralíf. Námsgreinar eru i raun og veru engar, en ]ió verða börnin að hafa lært að lesa, skrifa og reikna á þessum fjórum árum. Börnin eru mis- jöfn.'Sum skrifa vel, önnur lesa vel o. s. frv. Kennarinn er á meðal barnanna og beitir áhrifum til að vekja og' leiða, ef þarf. Segir t. d. stutt æfintýri. Það getur haft voldug áhrif í bekknum. Börnin yrkja sjálf viðburðarík æfintýri. Banna áflog og truflanir. Vera ekki of aðfinningasamur um vinnu barnanna. Lofa þó án þess að lasta annan. Erfiðari viðfangsefni með auknu frelsi. Þannig er þá umhorfs i þessum nýja skóla, en muna ber, að verið er að prófa sig áfram. Fyrirlesararnir kváðu þennan skóla fullnægja betur hinum margvíslegu þörfum barnanna. Láerdómslöngunin yfirleitt mikil. Rómuðu mjög gleöi barnanna

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.