Menntamál - 01.12.1940, Page 23

Menntamál - 01.12.1940, Page 23
MENNTAMÁL 85 VII. Dreifing greindarvísitölunnar. Eftir tilraunum, sem gerðar hafa verið, hefir dreifing greindarvísitölunnar (eða frávik einstaklinganna frá með- allaginu) verið reiknuð út. Eftir amerískum útreikningum er niðurstaðan þessi: GV 0,70 og minna — 0,70- -0,79 5% — — — — 0,80- -0,89 14% — — — 0,90- -0,99 30% — — — — 1.00- -1,09 30% — — — 1,10- -1,19 14% — — — 1,20- -1,29 5% — — — Yfir 1,29 1% — — — Börnum má skipa í eftirtalda flokka eftir greindarvísi- tölu þeirri, sem þau hafa. I. Örvitar (idiótar) hafa greindarvísitöluna 0,25 og þar fyrir neðan. Þeir læra ekki að forðast algengustu hættur eða jafnvel að annast nauðþurftir sínar, nema með lang- varandi ögun og tamningu. Verksvit hafa þeir svo að segja ekkert. Þeir verða að vera í sérstökum stofnunum. II. Fávitar (imbeciles). GV 0,25—0,49. Þeir forðast al- gengustu lífshættur, matast og klæðast. Þeir geta lært ýms verk, en verða þó að vera undir annarra stjórn. Margir þeirra þurfa að vera í sérstökum stofnunum. III. Hálfvitar. GV 0,50—0,70. Mjög heimskir menn, en geta þó unnið einföld verk án eftirlits annarra, t. d. gegningar, almenn erfiðisverk, ýmsa handavinnu. Margir geta ekki verið sjálfs sín ráðandi, sakir ráðleysis. í borgum verða þeir „rónar“, betlarar og götuslæpingjar og lenda í eymd, ef enginn hefir hönd í bagga með þeim. í sveitum geta þeir orðið allgóðir vinnumenn. Þessi börn þurfa að vera í sérstökum skólum. IV. Greindarsljó eða treggáfuð hörn. GV 0,70—0,85. Geta ekki fylgzt með venjulegri kennslu í skólum. Fyrir þessi börn

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.