Menntamál - 01.12.1940, Blaðsíða 25
MENNTAMÁL
87
VIII. Stöðugleiki greindarvísitölunnar.
Hér að framan hefir verið minnzt á frávik á úrlausnum
einstaklinganna frá meðalgildi því, sem reiknað hefir verið
út fyrir hvert aldursskeið. Þetta frávik hefir yfirleitt til-
heigingu til að stækka nokkuð með aldrinum, þ. e. þá kemur
munurinn á gáfum barnanna skýrar í ljós. Ef barninu fer
tiltölulega jafnt fram frá ári til árs, á greindarvísitala þess
alltaf að vera hin sama. Þetta er hin almenna regla. Hjá
meðalgreindum börnum er greindarvísitalan nokkurn veg-
inn stöðug, eða sýnir aðeins óverulegar sveiflur. Þó eru á
þessu allmargar undantekningar, og er þetta ein ástæðan
til þess, að eigi er ráðlegt að ákveða vitaldur barnsins
eftir eina vitprófun. Þessi framför eða afturför barnsins
að viti hefir einna mesta þýðingu fyrir vangefin börn, t. d.
þau, sem eru á takmörkum þess að vera andlega sljó og
hálfvitar, eftir úrslitum fyrsta vitprófs að dæma, Tvö börn
hafa t. d. bæði við fyrsta vitpróf GV 0,70; eftir 3—4 ár
hefir öðru farið svo aftur, að það hefir GV 0,60, og þá er
það greinilega hálfviti. Hinu hefir aftur á móti farið fram,
svo að það hefir GV 0,80, og á það því greinilega ekki heima
í sérstökum skóla fyrir hálfvita.
IX. Námshæfileikar og greindarvísitala.
Ef við göngum nú út frá því, að Binet-prófin séu sæmi-
legur mælikvarði á almennan andlegan þroska eða al-
menna skynsemi, þá vaknar spurningin: að hve miklu leyti
fylgist almenn skynsemi og námshæfileikar að? Samsvara
þau alltaf hvort öðru? Við vitum af reynslunni, að þetta
er sitt hvað. Háar einkunnir eru ekki einungis komnar
undir góðri skynsemi, heldur undir ástundun og áhuga, og
oft eru þær frekar í sambandi við gott minni en skynsam-
lega, sjálfstæða hugsun. Gáfaðir menn eru því ekki alltaf
góðir námsmenn, ýmist af því að þeir leggja sig ekki fram