Menntamál - 01.12.1940, Qupperneq 43

Menntamál - 01.12.1940, Qupperneq 43
MENNTAMÁL 105 hún geti ekki átt sér neina framtíð, en þessi stund mun einnig renna upp yfir okkur, ef okkur tekst ekki að halda hinu ómissandi, heilbrigða jafnvægi á milli fræðslunnar og ræktunar skapgerðarinnar í öllu uppeldi þjóðarinnar. Það er svo óendanlega miklu meira um það vert, hvað mað- urinn er, hverjir eru hinir ráðandi þættir í skaphöfn hans, heldur en hvað hann veit. Sú staðreynd ætti að vera letruð yfir hverjum einustu skóladyrum, ekki til þess að gera lítið úr fræðslu og þekkingu, heldur til að minna alla upp- alendur á það, að hlutverk þeirra er fyrst og fremst að gefa heiminum góða menn, og þar næst fróða menn. Það er allt annað en glæsilegt þegar þeir menn komast í þá aðstöðu að ráða örlögum heilla þjóða, jafnvel heilla heimsálfa, sem alizt hafa upp í útjöðrum kristinnar sið- menningar, menn, sem búa yfir talsverðum vitsmunum og stjórnarhæfileikum, en eru með óræktað hugarfar. Og er efast um að nokkurt verkefni, sem bíður oss inni í framtíðinni, sé eins aðkallandi eins og ræktun nýs hugar- fars. Mér er það vel ljóst, að þekkingin er vísindalega mikils virði, og við megum aldrei láta það henda okkur að van- meta hana, og iðkun hennar á að vera annað höfuðhlut- verk allra skóla. En heimurinn í dag er fullur af þekkingu, dýrmætri þekkingu, sem gæti gert mennina hamingju- sama, ef — ef menn kynnu að nota hana rétt, ef hinn per- sónulegi þroski og manngöfgi væri kominn á það stig, að nota hana til blessunar í stað þess að nota hana til að út- hella bölvun yfir mannkynið. En svo að horfið sé að einfaldari og hversdagslegri hug- leiðingum í sambandi við barnaskólana og fræðaiðkanir þeirra, þá er vert að benda á það, að það er ekki eins nauð- synlegt nú eins og var fyrir nokkrum árum að skólarnir vinni á þessum alfræðigrundvelli, að þeir telji ómissandi að láta börnunum í té ákveðinn forða af sem flestum fræði- greinum. Nú standa miklu fleiri dyr opnar til fræðslu og þekkingar en fyrir nokkrum árum eða áratugum. Nú berst

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.