Menntamál - 01.02.1946, Qupperneq 7

Menntamál - 01.02.1946, Qupperneq 7
MENNTAMÁL 3 leyti sérkennilegt og fagurt. Ekki gnæfðu þar í þann tíð háreistar burstir, og hvorki var þar auður í búi né krónur í kistuhandraða. Þar háðu fátæk hjón harða lífsbaráttu við lítil efni, en stóra ómegð. Gest, sem reið þar um garð og sá ungu börnin leika sér í hlaðvarpanum, mun ekki þá hafa rennt grun í að þarna væri í raun og veru ríkasta heimilið í sveitinni og þótt víðar væri leitað. Þá flaug víst engum það í hug, að drenghnokkinn í mórauðu peysunni með leiftrandi glampann í dökku auga ætti fyrir hönd- um að verða einn af allra glæsilegustu og snjöllustu gáfu- og menntamönnum þessa lands, heimspekingurinn og rit- höfundurinn dr. Guðmundur Finnbogason. Eða að hvat- legi snáðinn þarna og tveim árum yngri ætti að verða sá Karl Finnbogason, sem þjóðin nú þakkar mæt og merkileg störf í þágu skólamála landsins. Svo skammsýn eru mann- leg augu. Svo óskyggn á framtíðina. Ungur kynntist Karl Finnbogason hinum margháttuðu búsýslustörfum, erfiðum og þreytandi á stundum, en þó jafnframt hollum, hressandi og göfgandi. Þarna var hann í nánu sambýli við tign og töfra náttúrunnar og skepn- urnar, sem hann átti að hirða og gæta. Og hundur og hest- ur og jafnvel sauðkindin sjálf eru og hafa jafnan reynzt furðu hollir uppalendur og kennarar greindum og athugul- um unglingi. Og fegurð dalanna og tign öræfanna heiiluðu snemma hinn unga svein. Og ég hygg, að enginn skilji það betur en hann sjálfur, hve mikið hann hefur átt og á enn æskubyggðinni að þakka. Karl Finnbogason var snemma kappsamur og fylginn sér að hverju, sem hann gekk. Og sennilega hefði hann getað orðið búhöldur og auðugur sauðabóndi norður í Bárðardal, ef hugur hans hefði stefnt að þess háttar auð- söfnun. Hefur hann og jafnan haft áhuga á landbúnaði og stundað þau störf i tómstundum sínum alla tíð. En þótt Karli væru sveitastörfin hugstæð, þá fullnægðu þau honum engan veginn..Frá bernsku var hann síhungraður

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.