Menntamál - 01.02.1946, Qupperneq 27

Menntamál - 01.02.1946, Qupperneq 27
MENNTAMÁL Áskorun um esperantó Eins og vikið var að fyrr í þessu hefti, hefur Alþjóða esperantó-sambandið (Internacia Esperanto-Ligo) hafizt handa um söfnun undirskrifta undir yfirlýsingu þá, sem hér fer á eftir: Ég álít, að innleiðing alþjóðamáls myndi hafa mikla og hagnýta þýðingu fyrir framfaraveiðleitni mannkynsins og að hinar SAMEINUÐU ÞJÓÐIR ættu að taka það mál til alvarlegrar íhugunar. Ég álít, að álþjóðlegt hjálparmál, sem notað væri jafn- hliða þjóðtungunum, en kæmi eklci í stað þeirra, sé nauð- synlegt til þess að auðvelda hvers konar samneyti meðal þjóðanna og til þess að stuðla að þjóðfélagslegum fram- förum. Þar sem esperantó er allmikið notað í öllum löndum heims og hið eina mál af þessu tagi, sem hlotið hefur veru- lega útbreiðslu, vona. ég, að liinar SAMEINUÐU ÞJÓÐIR stuðli á allan hátt að útbreiðslu og notkun þess máls, til dæmis með því að kenna það í skólum, þar sem hægt er að fá hæfa kennara til þess, og með notkun þess í ferðalögicm, alþjóðlegum viðskiptum og bréfaviðskiptum. Esperantistafélagið Auroro í Reykjavík sér um söfnun undirskriftanna hér á landi, og hefur það látið prenta eyðublöð í því skyni og sent þau til ýmissa manna, einkum kennara, því að hjá þeim væntir stjórn félagsins góðs skilnings á mikilvægi þess, að esperantó verði tekið upp sem alþjóðlegt viðskiptamál. Yfirlýsing þessi eða áskorun er stíluð til hinna sam-

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.