Menntamál - 01.02.1946, Qupperneq 8

Menntamál - 01.02.1946, Qupperneq 8
4 MENNTAMÁL í þekkingu og fróðleik. Tilveran, umhverfið, mennirnir og ekki sízt hann sjálfur urðu honum að óteljandi spurningar- merkjum. Og hann þráði svör. Hneigðist hugur hans meir og meir til náms og réðst hann því Gagnfræðaskólann á Möðruvöllum og lauk þaðan prófi árið 1895. Þarna fékk hann að vísu svör við ýmsum spurningum sínum, en fleirum var þó enn ósvarað. Næstu árin stundaði hann barnakennslu í Bárðardal og víðar. Hann skildi mætavel spurulan hug barnsins og var unun að veita honum þau svör, er hann sjálfur hafði áður þráð. Laust eftir aldamótin 1900 sigldi Karl til Danmerkur og stundaði þar framhaldsnám, fyrst við Blaagaards Se- minarium en síðan við Kennaraháskólann í Kaupmanna- höfn. Eftir það gerðist hann kennari við Gagnfræðaskól- ann, sem nú var fluttur til Akureyrar frá Möðruvöllum, en varð árið 1911 skólastjóri við barnaskóla Seyðisfjarðar og gegndi því starfi alla tíð síðan, unz hann lét af kennslu- störfum síðastliðið haust. Jafnframt hafði hann skóla fyrir unglinga flesta vetur. Fljótlega hlóðust þó á hann fleiri störf. Átti hann sæti í bæjarstjórn Seyðisfjarðar- kaupstaðar frá 1913 til 1942 eða um 30 ár, var þingmaður Seyðfirðinga 1914—1916, stofnandi kaupfélags Aust- fjarða og formaður þess jafnan og stóð yfirleitt framar- lega eða fremstur í flokki um hvers konar framfara og viðreisnarmál kaupstaðarins. Sama árið og hann lauk námi í Kaupmannahöfn, 1908, kom út eftir hann LandafræÖi handa börnum og ungling- um, er orðið hefur ein hin vinsælasta kennslubók hér á landi og verið endurprentuð sjö sinnum. Auk þess hefur hann ritað margar greinar í blöð og tímarit. Ég hygg, að ekki sé ofmælt, að Karl Finnbogason hafi verið einn af þeim eðlisgreindustu mönnum. sem ég hef kynnzt um dagana. En ekki er gáfum hans þannig háttað, að hann sé fyrst ög fremst fræðasarpur, sem safnar í

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.