Menntamál - 01.02.1946, Side 16

Menntamál - 01.02.1946, Side 16
12 MENNTAMÁL „Hver heldurðu að sé aðalástæðan til þess, að ekki hafa fleiri lokið námskeiðinu?“ „Það er nú ekkert óalgengt, að menn byrji á ýmiss konar námi, en hætti því svo von bráðar aftur. En mikil ástæða mun vera annríkið, sem alls staðar hefur verið hér á landi undanfarin ár, þótt deyfð og sinnuleysi kunni að hafa ráðið nokkru hjá sumum.“ „Finnst þér árangurinn af náminu góður hjá þeim, sem luku námskeiðinu?“ „Já, einkum hjá þeim, sem kunnu nokkur skil á undir- stöðuatriðum almennrar málfræði, en það er að sjálf- sögðu mjög þýðingarmikið atriði við allt málanám. Ég álít, að þeir, sem lokið hafa námskeiði þessu og tileinkað sér sæmilega námsefni þess, ættu að hafa sæmilega þekk- ingu á undirstöðuatriðum alþjóðamálsins og skilyrði til þess að tileinka sér málið til hlítar með sjálfsnámi, en til þess þurfa menn að sjálfsögðu að fá sér allmikið af bókum til lestrar á málinu og nota óspart orðasafnið, sem þú samdir rétt fyrir stríðið og ísafoldarprentsmiðja gaf út 1939. Það er eina fáanlega orðasafnið yfir esperantó með þýðingum á íslenzku og hefur orðið íslenzkri esper- antó-hreyfingu að ómetanlegu gagni. Ég vil nota tækifærið til að þakka þér fyrir, að þú réðst í að semja það.“ „Þá væri ekki síður ástæða til að þakka þér fyrir samn- ingu íslenzka orðasafnins með þýðingum á esperantó, sem út kom í vetur,“ segi ég. „Það kemur morgum að góðu liði, er ég viss um.“ „Það er ætíð erfitt að læra tungumál án orðabóka," svarar Ólafur. „En nú langar mig til þess,“ segi ég, „að biðja þig að skýra lesendum Menntamála frá því, að hvaða hagnýtum notum þú telur að mönnum komi að kunna esperantó.“ „Ekki verður því svarað til fulls í stuttu máli,“ segir Ólafur, „því að margvísleg not má hafa af málinu. En ég skal nefna fjögur atriði. Það er þá fyrst, að sá, sem kann

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.