Menntamál - 01.02.1946, Síða 24

Menntamál - 01.02.1946, Síða 24
20 MENNTAMÁL ungssumarbústaðir ættu að vera sem næst miðju hvers fjórðungs. Þó er það ekkert aðalatriði. Svo á að halda ár hvert vormót eða fjórðungsmót barna- kennara. Þar eiga bæði börn og barnakennarar að koma fram (troða upp). Barnakórar syngja, börn lesa upp, jafn- vel leika, kennarar flytja stutt, fróðleg og menntandi erindi, íþróttir sýndar o. s. frv. Þetta yrði miklu hátíð- legra, áhrifaríkara og eftirminnilegra heldur en þó einn og einn kennari fari fullnaðarprófsferð með nokkur börn. Annars verða einhverjar þvílíkar ferðir farnar þrátt fyrir fjórðungsmótin. Það væri líklega skemmtilegast að hafa fjórðungsmótin sitt vorið í hverri sýslu. Nú eru sam- göngur svo greiðar og ódýrar, að ekki munar miklu, hvort ferðast er yfir einni sýslunni meira eða minna. Fjórðungsmót er hægt að halda, þó að ekkert fjórð- ungsheimili verði reist. Það ætti að ferðast meira með skólabörn en nú á sér stað og stundum á sjálfum skólatímanum. Það mundi borga sig. Jóhann Scheving. Leskaflar til notkunar við bindindisfræðslu heitir bæklingur, sem Menntamálum hefur verið sendur. Hannes J. Magnússon kennari á Akureyri hefur samið bæklinginn, en Ungl- ingareglan geíið út. Þótt ritið sé h'tið, er þar margvíslegur frúðleikur saman kominn um áfengi og áfengisnautn, ýmiss konar töflur og skýringar, sumar ákaflega athyglisverðar. Oll er húkin rituð af alvöru þess manns, sem veit, hvílíkt tjún hefur stafað og stafar af áfengis- nautninni, og skilur, í hverjum voða æskulýður okkar ei nú staddur á því sviði. Er ekki að efa, að leskaflar þessir geti kímiið að gúðu liði við kennslu um skaðsemi áfengra drykkja, og þyrftu kennarar að notfæra sér þá sem bezt, því að ef til vill hefur aldrei verið meiri ástæða til þess en nú, að kennarar taki skarpa afstöðu gegn áfengis- neyzlunni.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.