Menntamál - 01.02.1946, Side 33

Menntamál - 01.02.1946, Side 33
MENNTAMÁL 29 Úr bréfum Skólastjóri í einn sjávarþorpinu skrifar: „Miklum erfiðleikum virðist mér valcla í hinum smærri skólum, hve ósamstæð börnin liljóta jafnan að vera í hverjum bekk. Er það mikill munur eða við stærri skólana, t. d. í Reykjavík, þar sem deildir eru svo margar, að hægt er að flokka börnin nákvæmlega eftir aldri og getu. Ég tel jtví vafasamt réttlæti að ætla jafn niörg börn á kenn- ara í smáum skólum og stórum.“ Vist var lesið' i verinu. „Það var ekki eins fátítt og sagt er í síðasta hefti Menntamála," skrifar Vestanrnaður, „að menn hafi „helgað menntagyðjunni tóm- stundir sínar í verinu." Þó nokkur dænii þekki ég þess af Vestfjörðum, að menn notuðu tómstundir sf'nár frá sjöróðrum til ýmiss konar menntastarfsemi: skrifuðu upp rímur og kvæði, söfnuðu fróðleik unt ættir, æfðu reikning, lærðu dönsku og þar fram eftir götunum. Hitt er að vísu rétt, að jafnan voru slíkir menn í miklum minni hluta.“ Hvort á nú heldur að halda? Einn af lesendum Menntamála skrifar ritstjóranum: „Mér finnst afmælisgreinarnar í ritinu vera bæði of margar og of langar. Þú mátt gæta þess, að ritið verði ekki cins og nokkurs konar kirkjugarður.“ Annar lesandi kemst svo að orði: „Ekki þykir mér eins gaman að neinu í Menntamálum og greinum þeim og upplýsingum, sem þau flytja um einstaka menn. Blessaður, haltu því áfram.“ Er ekkert að jrétta frá Fœreyjum? spyr kennari fyrir. austan. — Ekki kunna Menntamál frá neinu að segja þaðan. Þeim hafa ekki borízt nein rit frá kennurum Faereyinga eða skólastofnunum önnur en þau, sem áður hefur verið getið um (í Menntamálum 1944, bls. 173, og 1945, bls. 149). „Þetla er til fyrirmyndar," segir roskinn sveitarhöfðingi. „Þetta er að reisa sjálfum sér óbrot- gjarnan bautastein, að gefa eigur sínar til þcss að reisa heimavistar- skóla í sveitinni sinni. Við skulum reyna að hugsa okkur, hvort ekki væri öðru vísi ástatt í hú'næðismálum margra sveitaskóla, ef sá liugs- unarháttur, sem bak við slíka gjöf stendur, hefði verið almennari hjá þjóðinni.“ (Smbr. grein Stcfáns Jónssonar í síðasta októberhefti, bl'sj 167).

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.