Menntamál - 01.02.1946, Side 21

Menntamál - 01.02.1946, Side 21
MENNTAMÁL 17 hefur ekkert hlotið verulega útbreiðslu nema Esperantó; er það engin tilviljun, því að vafalaust er það þeirra lang- fullkomnast. Höfundur þess varði löngum tíma í að fegra það og fága, svipta því burtu, sem hljómaði illa, og setja annað fallegra í staðinn o. s. frv. Esperantó hefur nú að baki sér 58 ára reynslu og vel skipulagða hreyfingu, sem vinnur að útbreiðslu þess. Enn- þá virðast forystumenn þjóðanna ekki hafa komið auga á, hve óendanlega mikið gagn það gæti gert heiminum, ef þeir bæru gæfu til að innleiða það sem almennt alþjóð- legt hjálparmál. Höfundur þess ætlaðist til, að það gæti hjálpað til að vekja samúð og skilning meðal þjóðanna og útrýma hatri og styrjöldum, því að hann áleit, að aðal- ástæðan fyrir hatrinu væri sú, að þjóðirnar skilja ekki hver aðra. Aldrei hefur verið meiri þörf á samúð og skilningi meðal þjóðanna en einmitt nú. Esperantó hefur því aldrei átt brýnna erindi til mannkynsins en einmitt nú. Ef til vill nálgast sá tími nú óðum, að þjóðirnar læri að meta það að verðleikum og innleiði það sem alþjóðlegt hjálparmál. Væri vel farið, ef vér íslendingar yrðum fyrstir til að sýna það í verki, að vér viðurkennum nytsemi þess, með því að innleiða það sem skyldunámsgrein í skóla vora. Þá gætu aðrar þjóðir áreiðanlega lært af hinu unga íslenzka lýðveldi." Síðan þettá samtal var ritað, hefur það gerzt, að Al- þjóða Esperantó-sambandið (Internacia Esperanto-Ligo) hefur hafið meðal almennings söfnun undirskrifta undir áskorun til hinna sameinuðu þjóða um, að þær stuðli að útbreiðslu og notkun esperantós. Er nokkru nánar frá því skýrt hér síðar í þessu hefti Menntamála, (23. bls.).

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.