Menntamál - 01.02.1946, Qupperneq 34

Menntamál - 01.02.1946, Qupperneq 34
30 MENNTAMÁL Fréttir og félagsmál Jóhann Einarsson, kennari ;i ísafirði, varð sextugur íyrir skömmu. Hanr; er fæddur 22. des. 1885 og lauk kennaraprófi 1910. Framlialdsndm stundaði hann við Statens Lærerhöjskole í Kaupmannahöfn veturinn 1913— 1914. Að öðru leyti hefur hann sífellt starfað að barnakennslu síðan hann tók kennarapróf, fyrst einn vetur í Arnarneshreppi, en síðan sem skólastjóri á Þingeyri 1911 — 1913., í Súðavík 1914—1915 og á Látrum í Aðalvík 1915—1919. Það ár fluttist hann til ísafjarðar og gerðist kennari við barnaskólann þar og hefur starfað þar síðan Byggingarfélag kennara í Reykjavík. Á fundi Stéttarfélags barnakennara í Reykjavík 20. des. s. 1. var rætt um stofnun Byggingarfélags kennara og samþykkt að félagið beitti sér fyrir stofnun þess. Að félagsfundinum loknunt var haldinn stofnfundur byggingarfélagsins, og gerðust 30 kennaiar félagar. Frarn- haldsstofnfundur var svo haldinn 29. des. s. 1. og þar samþykkt lög fyrir félagið. Stofníélagarnir eru 56 samtals. Stjórn félagsins skipa; Steinþór Guðmundsson, formaður, Arngrímur Kristjánsson ritari, og Ingimar Jóhannesson, gjaldkeri. Skólamál á íslandi 187U—19UU nefnist löng og ýtarleg ritgerð eftir Helga EHasson fræðslumála- stjóra í Almanaki Þjóðvinafélagsins fyrir árið 1946. Er þar í sérstök- um köílum rakin saga barnafræðslu, kennaramenntunar, ungmenna- fræðslu, liúsmæðra- og kvennafræðslu, búnaðarfræðslu, sjómanna- fræðslu, menntaskóla, embættismannaskóla og háskóla, en urn ljós- mæðra- og hjúkrunarkvennafræðslu birtist grein eftir Sigurjón Jóns- son lækni í Almanakinu 1945. Af þessu stutta yfirliti má gerla sjá, hve yfirgripsmikil þessi ritgerð fræðslumálastjóra er, en þótt sumir kaflarnir séu að vfsu mjög stuttir, eru þeir allir ákaflega greinilegir og glöggir. Er þar getið allra helztu breytinga á fyrirkomulagi fræðsl- unnar, fjöldi ártala tilfærður og margir menn nefndir. Þá er einnig skýrt frá, livernig þessum málum er nú komið fyrir. Ritgerð þessi er slík, að enginn kennari, skólanefndarmaður eða nokkur annar, sem telur íslenzk skólamál og sögu þeirra sig nokkru varða, má án hennar vera. Hvergi annars staðar mun vera til jafn handhægt og greinilegt yfirlit yfir gang skólamálanna. Hitt er reyndar satt, sem höfundur tekur fram í niðurlagi ritgerðarinnar, að þar er lítið greint frá náms-

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.