Menntamál - 01.02.1946, Side 17
MENNTAMÁL
13
esperantó, getur haft nóg að lesa af ódýrum og skemmti-
legum bókum og blöðum, en miðað við verð íslenzkra bóka
eins og það er nú, eru bækur á esperantó mjög ódýrar,
einnig þær, sem gefnar voru út á stríðsárunum. Ég á nú
t. d. um 70 bækur og bæklinga á esperantó. Flestar þeirra
hef ég fengið frá Bretlandi undanfarin stríðsár, en innan
skamms vona ég að fá um 30 bækur frá Svíþjóð, allar á
esperantó, en eins og kunnugt er var erfitt að fá vörur
þaðan á stríðsárunum. Mér er kunnugt um 30—40 esper-
antó-blöð og tímarit, sem gefin eru út víðs vegar um heim.
Mörg þeirra eru skrifuð eingöngu á esperantó, en nokkur
eru skrifuð á tveimur málum, þ. e. esperantó og þjóðtungu
viðkomandi lands. Er þá um að ræða blöð, sem gefin eru
út í þeim tilgangi að útbreiða alþjóðamálið og hugsjónir
þær, sem esperantistar berjast fyrir, meðal manna, sem
ekki kunna málið. í slíkum blöðum er oftast um helmingur
lesmálsins á esperantó.
I öðru lagi eru að minnsta kosti tíu útvarpsstöðvar, sem
útvarpa á esperantó, og birtist skrá um þær, bylgjulengdir
þeirra og á hvaða tímum þær útvarpa á esperantó í síð-
asta tölublaði af Esperanto Internacia, sem er málgagn
Alþjóða esperantó-sambandsins. Og það er fyrir löngu
viðurkennt af öllum, sem til þekkja, að mjög gott er að
skilja esperantó í útvarp.
Þá má hafa mikið gagn af esperantó á ferðalögum er-
lendis, með því að hafa samband við esperantista í lönd-
um þeim, sem viðkomandi ætlar' sér að ferðast um, en
það er mjög auðvelt fyrir meðlimi Alþjóða esperantósam-
bandsins að vita, hvar í viðkomandi landi hann getur hitt
esperantista, því að í árbók þess birtist alltaf mjög ýtar-
leg skrá yfir fulltrúa þess víðs vegar um heim. í árbók
þess frá árinu 1945, en hún var prentuð, áður en styrjöld-
inni lauk, er skrá yfir 820 fulltrúa í 31 landi. Ég tel, að
auðvelt sá fyrir esperantista, sem ferðast erlendis, að
,,bjarga sér“ í því nær öllum menningarlöndum heims.